Almennar fréttir
Aðalfundur Hafnarfjarðar-, Garðabæjar- og Kópavogsdeildar
24. mars 2023
Aðalfundur Hafnarfjarðar-, Garðabæjar- og Kópavogsdeildar var haldinn 9. mars og gekk afar vel. Það var fámennt á fundi en góðmennt.

Í stjórn kom nýr formaður til tveggja ára, Margrét Gauja Magnúsdóttir, en auk þess var Indriði Gunnlaugsson kosinn í stjórn til tveggja ára, Þorsteinn Jónsson kosinn sem gjaldkeri til tveggja ára og Védís Einarsdóttir kosin sem varamaður til eins árs.
Elínborg, varaformaður samtakanna Hennar rödd, kom og flutti áhugavert erindi í upphafi fundar og þökkum við henni kærlega fyrir.
Ný stjórn Hafnarfjarðar-, Garðabæjar- og Kópavogsdeildar þakkar fráfarandi stjórn kærlega fyrir sitt framlag til félagsins og hlakkar til að takast á við þau verkefni sem fyrir liggja.
Ársskýrslu deildarinnar fyrir árið 2022 má nálgast hér.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sigríður tekur við formennsku af Silju Báru
Almennar fréttir 19. júní 2025„Ég tek við starfi formanns með mikilli auðmýkt, tilhlökkun og virðingu fyrir öllum þeim sem starfa fyrir Rauða krossinn, bæði sjálfboðaliðum og starfsfólki,“ segir Sigríður Stefánsdóttir, nýr formaður Rauða krossins á Íslandi.

Sendifulltrúanámskeið Rauða krossins 2025
Alþjóðastarf 12. júní 2025Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir umsóknum á sendifulltrúanámskeið félagsins.

Mannúð á hjólum og í húsi við hafið
Innanlandsstarf 11. júní 2025Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins sem koma að skaðaminnkunarverkefnum félagsins mæta þeim sem nýta sér þjónustuna af fordómaleysi, manngæsku og virðingu. Þannig hefur tekist að skapa mikilvægt traust sem eykur lífsgæði fólks sem oft hefur verið jaðarsett í samfélaginu.