Almennar fréttir

Laust starf verkefnastjóra

04. nóvember 2019

Rauði krossinn auglýsir eftir verkefnastjóra á kynningar- og fjáröflunarsviði í tímabundið starf.

Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir verkefnastjóra á kynningar- og fjáröflunarsvið í tímabundið starf, 12 mánuðir.

Helstu verkefni:

  • Fjáraflanir
  • Greining á gögnum
  • Markaðs- og kynningarmál
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Góð samskiptahæfni, frumkvæðni og sveigjanleiki skilyrði
  • Sjálfstæði í starfi, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
  • Þekking og reynsla af fjáröflun
  • Þekking og reynsla á greiningu gagn
  • Þekking og reynsla af markaðs- og kynningarmálum
  • Gott vald á íslenskri og enskri tungu, bæði í ræðu og riti
  • Góð almenn tölvukunnátta

Um er að ræða fullt starf og er vinnutími sveigjanlegur frá 08:00-18:00.

 Vinnuskylda er 167 klst á mánuði eða 8 klst mán til fim og 6,5 klst á föstudögum.

Umsóknafrestur er til 12. nóvember n.k. Æskilegt að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst. Aðeins er tekið við umsóknum í gegnum Alfreð.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Nánari upplýsingar veitir:

Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri kynningar- og fjáröflunarsviðs, bjorgk@redcross.is