Almennar fréttir

Lýst hefur verið yfir óvissustigi Almannavarna

27. janúar 2020

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum vegna landriss vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi.

Óvissustig vegna landriss á Reykjanesskaga

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum vegna landriss vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi.

Undanfarna daga hefur landris og aukin jarðskjálftavirkni mælst á Reykjanesi og telja jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar HÍ mögulegt að um sé að ræða kvikusöfnun vestan við Þorbjörn, þótt ekki sé útilokað að aðrar ástæður geti verið fyrir þessari virkni.

Óvissustigi er lýst yfir þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru- eða mannavöldum, sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað.

Rauði krossinn fer nú vel yfir allar viðbragðsáætlanir, fyrirkomulag fjöldahjálpar og aðra ferla til þess að vera viðbúin ef til eldgoss kemur.

\"Logo-1717-nytt\"


Rauði krossinn vill minna á Hjálparsímann 1717 og netspjallið . Þangað er hægt að hringja ef áhyggjur eða kvíði vaknar.