Almennar fréttir

Prjónar reglulega fyrir Frú Ragnheiði

09. ágúst 2019

Hjónin Elínborg Tryggvadóttir og Finnbogi Gunnarsson hafa frá árinu 2016 fært Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins í Reykjavík prjónaða trefla.

Hjónin Elínborg Tryggvadóttir og Finnbogi Gunnarsson hafa frá árinu 2016 fært Frú Ragnheiði, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins í Reykjavík prjónaða trefla.

Elínborg sér um að prjóna og Finnbogi er henni innan handa.

Elínborg og Finnbogi eru búsett í Vestmannaeyjum en komu í Rauða krossinn í Reykjavík í vikunni og færðu Frú Ragnheiði 10 trefla. Í heildina hafa þau gefið yfir 30 trefla til Frú Ragnheiðar.

Treflunum er úthlutað til skjólstæðinga Frú Ragnheiðar og koma sér afar vel, sérstaklega þegar kólna tekur.

Rauði krossinn þakkar Elínborgu og Finnboga kærlega fyrir þetta hugulsama framlag.