Almennar fréttir

Umsögn um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda

02. júní 2022

Rauði krossinn fagnar þeim breytingum sem gerðar hafa verið frá fyrri drögum að tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2011-2024.

Félagið vill ítreka mikilvægi þess að mál sem varða innflytjendur og flóttafólk njóti meiri forgangs innan stjórnsýslunnar. Nú þegar eru liðin rúmlega tvö ár frá lokum síðustu framkvæmdaáætlunar. Gríðarmiklar breytingar eiga sér stað jafnt og þétt í þessum málaflokki samanber greinargerð með tillögunni og því mikilvægt að vel sé haldið á spöðunum við að þróa innviðina í takt við þær breytingar.

Hins vegar ítrekar Rauði krossinn ánægju með að nú skuli stefnt að gerð langtímastefnu í málefnum innflytjenda, flóttafólks og fjölmenningar eins og félagið hefur talað fyrir árum saman.

 

Hér má lesa umsögnina.