Almennar fréttir

Umsögn um skýrslu um framkvæmd alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi

19. október 2022

Rauði krossinn hefur skilað inn umsögn um drög íslenskra stjórnvalda að skýrslu Íslands um framkvæmd alþjóðasamningsins um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi.

Rauði krossinn á Íslandi stendur vörð um mannréttindi og virðingu einstaklinga og vinnur að málefnum flóttamanna og umsækjenda um alþjóðlega vernd í samvinnu við stjórnvöld og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.

Er umsögn félagsins mótuð af mikilli og langri reynslu sem félagið hefur af málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd og flóttamanna. Við yfirferð frumvarpsins hefur Rauði krossinn haft til hliðsjónar grundvallarhugsjónir hreyfingarinnar um mannúð, óhlutdrægni og hlutleysi sem og stefnu Alþjóðahreyfingar Rauða krossins í málefnum sem tengjast flóttafólki, umsækjendum um alþjóðlega vernd og alþjóðlegum fólksflutningum.