Innanlandsstarf
Aðalfundur Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ
03. febrúar 2021
Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ boðar til aðalfundar þann 17. febrúar kl. 18.00
Rauði krossinn í Hafnarfirði og Garðabæ boðar til aðalfundar þann 17. febrúar kl. 18.00
Vegna samkomutakmarkana verður fundurinn haldinn í fjarfundi.
Skráning fer fram hér, æskilegt er að skrá sig sólarhring fyrir fund.
Nánari upplýsingar gefur Hulda á hulda@redcross.is
Dagskrá fundarins er samkvæmt 21. gr. laga Rauða krossins á Íslandi og er hún eftirfarandi:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar um starf deildarinnar á liðnu starfsári.
3. Áritaður og skoðaður ársreikningur lagður fram til afgreiðslu.
4. Framkvæmdaáætlun og fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár lagðar fram til kynningar.
5. Tillaga stjórnar um sameiningu Hafnarfjarðar- og Garðabæjardeildar og Kópavogsdeildar lögð fram til afgreiðslu.
Kosningum í deildarstjórn frestað til stofnfundar nýrrar deildar sé tillaga um sameiningu samþykkt í báðum deildum.
3. Kosning deildarstjórnar og varamanna þeirra fer fram sé tillaga um sameiningu felld.
4. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga til eins árs sé tillaga um sameiningu felld.
5. Önnur mál
Kjörgengir í stjórn og atkvæðarétt hafa allir félagar, 18 ára og eldri sem greiddu félagsgjöld fyrir 1. janúar 2021. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum og sjálfboðaliðum með sjálfboðaliðasamning.
Stjórnin
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.