Innanlandsstarf
Ný Múmín vörulína styður Rauða krossinn
29. ágúst 2022
Arabia hefur sett á markað nýja Múmín vörulínu sem kemur út í dag, mánudaginn 29. ágúst. Línunni er ætlað að minna okkur á að lítil góðverk geta oft haft mikil áhrif og hluti af ágóðanum rennur til Rauða krossins á Íslandi.
Vörulínan inniheldur tvo bolla, tvo diska í mismunandi stærðum og skál. Hún er skreytt teikningum sem Tove Jansson gerði fyrir Rauða krossinn í Finnlandi árið 1963. Teikningarnar eru í áberandi og auðþekkjanlegum stíl og sýna m.a. blómstrandi rauð blóm, Míu litlu með kúst, Múmínsnáðann að klifra upp stiga og Snúð sitjandi við varðeld með vinum sínum.
Arabia og Rauði krossinn hvetja fólk um allan heim til að sýna hverju öðru góðvild. Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum við að gera heiminn vinalegri með gjörðum okkar og lítil góðverk geta haft mikil áhrif. Góðverk geta til dæmis verið bros, falleg orð, orðsendingar, ýmis konar aðstoð eða stuðningur við Rauða krossinn. Fyrir hvern seldan hlut hér á landi fer 1 Evra til góðgerðastarfs Rauða krossins á Íslandi.
Styður vinaverkefni Rauða krossins
Ákveðið hefur verið að styrkja vinaverkefni Rauða krossins, sem snýst meðal annars um að sýna náunganum góðvild. Vinir eru sjálfboðaliðar Rauða krossins sem heimsækja fólk á heimili þess, stofnanir, sambýli og dvalar- og hjúkrunarheimili. Misjafnt er hvað felst í heimsókn en það getur til dæmis verið spjall yfir góðum kaffibolla, gönguferð, ökuferð, upplestur, aðstoð við handavinnu og svo framvegis. Reynt er að mæta þörfum og óskum gestgjafa eins og kostur er. Hlutverk heimsóknavina er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitCoca-Cola og Rauði krossinn hjálpa umsækjendum um alþjóðlega vernd að aðlagast íslensku samfélagi
Innanlandsstarf 25. september 2024Coca-Cola Europacific Partners(CCEP) á Íslandi og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað samstarfssamning um nýtt verkefni sem kallast „Lyklar að íslensku samfélagi – The Keys to Society“ og miðar að því að styðja og valdefla umsækjendur um alþjóðlega vernd.
Frábær fyrsti mánuður í neyslurými Rauða krossins
Innanlandsstarf 13. september 2024Ylja – Neyslurými Rauða krossins hefur nú verið starfrækt í Borgartúni einn mánuð. Verkefnið hefur farið mjög vel af stað þennan fyrsta mánuð, ekkert óvænt hefur komið upp á og skjólstæðingar sem nýta þjónustuna lýsa mikilli ánægju með hana.
Vel heppnað málþing um málefni barna á flótta
Innanlandsstarf 03. september 2024Nýverið fór fram vel heppnað málþing um áskoranir barna á flótta í íslensku skólakerfi, en nýtt fræðsluefni um málaflokkinn var að koma út. Á þinginu kom fram hve mikilvægt er að börnin fái góðar móttökur og að þó að mikill árangur hafi náðst á þessu sviði sé enn mikið verk fyrir höndum.