Innanlandsstarf
Vaknaðu! Neyðartónleikar í Eldborg 29. maí
17. maí 2023
Fjöldi listamanna kemur fram á neyðartónleikum í Hörpu vegna ópíóðafaraldurs sem er að kosta mörg mannslíf, mánudagskvöldið 29. maí kl. 19.30. Um styrktartónleika er að ræða sem verða einnig sendir í út í beinni útsendingu á RÚV.

Fjöldi listamanna kemur fram á neyðartónleikum í Hörpu vegna ópíóðafaraldurs sem er að kosta mörg mannslíf, mánudagskvöldið 29. maí kl. 19.30.
Um styrktartónleika er að ræða sem verða einnig sendir í út í beinni útsendingu á RÚV. Miðaverð á tónleikana er aðeins 3000 kr. en þau sem vilja geta bætt við upphæðina í miðasöluferlinu. Tilgangur söfnunarinnar er að safna fyrir Frú Ragnheiði og öðru skaðaminnkunarstarfi Rauða krossins.
Tónlistarfólkið sem kemur fram eru Bubbi Morthens, Ragga Gísla, Mugison, Systur, Emmsjé Gauti, Nanna, Jónas Sig, Una Torfa, Ólafur Bjarki, Elín Hall, Herra Hnetusmjör og Ellen Kristjánsdóttir ásamt fjölda hljóðfæraleikara.
Ellen Kristjánsdóttir stendur fyrir tónleikunum í samstarfi við RÚV, Hörpu og fleiri.
Hér er hlekkur á viðburðinn á Facebook.
Smelltu hér til að kaupa miða.
Þau sem vilja leggja málefninu lið en komast ekki á tónleikana geta frá og með mánudeginum 22. maí hringt eða sent sms í eftirfarandi númer:
Hringja í
904 1500 fyrir 3.500 kr. framlag
904 2500 fyrir 5.500 kr. framlag
9045500 fyrir 10.000 kr. framlag
Senda SMS í númerið 1900
VAKNADU fyrir 3.000 kr. framlag
VAKNADU1 fyrir 3.500 kr. framlag
VAKNADU2 fyrir 5.500 kr. framlag
VAKNADU3 fyrir 10.000 kr. framlag
Hér má kynna sér Frú Ragnheiði og skaðaminnkunarstarf Rauða krossins
Þetta stutta myndband útskýrir starfsemina líka vel:
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“

Mikilvægt að fá að vera til staðar fyrir fólk í afplánun
Innanlandsstarf 08. júlí 2025Pétur Kristófersson, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, heimsækir fanga og spjallar við þá um það sem á þeim brennur. Tilgangurinn er að aðstoða þá við undirbúning fyrir lífið eftir afplánun.

Börn með skotsár á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins
Alþjóðastarf 03. júlí 2025„Við höfum séð allt að 200 særða á einum degi; með skotsár, brunasár, sár eftir sprengjubrot og aðra áverka,“ segir hjúkrunarfræðingur sem starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. „Við fáum til okkar börn með skotsár.“