Innanlandsstarf
Vaknaðu! Neyðartónleikar í Eldborg 29. maí
17. maí 2023
Fjöldi listamanna kemur fram á neyðartónleikum í Hörpu vegna ópíóðafaraldurs sem er að kosta mörg mannslíf, mánudagskvöldið 29. maí kl. 19.30. Um styrktartónleika er að ræða sem verða einnig sendir í út í beinni útsendingu á RÚV.
Fjöldi listamanna kemur fram á neyðartónleikum í Hörpu vegna ópíóðafaraldurs sem er að kosta mörg mannslíf, mánudagskvöldið 29. maí kl. 19.30.
Um styrktartónleika er að ræða sem verða einnig sendir í út í beinni útsendingu á RÚV. Miðaverð á tónleikana er aðeins 3000 kr. en þau sem vilja geta bætt við upphæðina í miðasöluferlinu. Tilgangur söfnunarinnar er að safna fyrir Frú Ragnheiði og öðru skaðaminnkunarstarfi Rauða krossins.
Tónlistarfólkið sem kemur fram eru Bubbi Morthens, Ragga Gísla, Mugison, Systur, Emmsjé Gauti, Nanna, Jónas Sig, Una Torfa, Ólafur Bjarki, Elín Hall, Herra Hnetusmjör og Ellen Kristjánsdóttir ásamt fjölda hljóðfæraleikara.
Ellen Kristjánsdóttir stendur fyrir tónleikunum í samstarfi við RÚV, Hörpu og fleiri.
Hér er hlekkur á viðburðinn á Facebook.
Smelltu hér til að kaupa miða.
Þau sem vilja leggja málefninu lið en komast ekki á tónleikana geta frá og með mánudeginum 22. maí hringt eða sent sms í eftirfarandi númer:
Hringja í
904 1500 fyrir 3.500 kr. framlag
904 2500 fyrir 5.500 kr. framlag
9045500 fyrir 10.000 kr. framlag
Senda SMS í númerið 1900
VAKNADU fyrir 3.000 kr. framlag
VAKNADU1 fyrir 3.500 kr. framlag
VAKNADU2 fyrir 5.500 kr. framlag
VAKNADU3 fyrir 10.000 kr. framlag
Hér má kynna sér Frú Ragnheiði og skaðaminnkunarstarf Rauða krossins
Þetta stutta myndband útskýrir starfsemina líka vel:
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitVel heppnað málþing um málefni barna á flótta
Innanlandsstarf 03. september 2024Nýverið fór fram vel heppnað málþing um áskoranir barna á flótta í íslensku skólakerfi, en nýtt fræðsluefni um málaflokkinn var að koma út. Á þinginu kom fram hve mikilvægt er að börnin fái góðar móttökur og að þó að mikill árangur hafi náðst á þessu sviði sé enn mikið verk fyrir höndum.
Söfnuðu fyrir börn í Úkraínu og Palestínu
Almennar fréttir 26. ágúst 2024Vinirnir Elías Andri Grétarsson, Dagur Rafn Atlason og Björgvin Atli Jóhannesson afhentu okkur afrakstur af söfnun sinni, sem verður nýtt til að hjálpa börnum í Úkraínu og Palestínu.
Allir sammála um þörfina fyrir skaðaminnkun
Innanlandsstarf 16. ágúst 2024Neyslurýmið Ylja hefur loks opnað að nýju eftir rúmlega árslangt hlé. Þörfin fyrir rýmið hefur komið glögglega í ljós og vonir standa til að hægt verði að efla þjónustuna enn frekar með auknu fjármagni.