• 1717
  • Aðstoð
  • Sjálfboðastörf
  • Skyndihjálp
  • Öryggi og björgun
  • Um okkur
  • Verkefni
  • Vefverslun
  • EN
  • Mínar síður
  • 0
  • Styrkja
  • 1717
  • Aðstoð
  • Sjálfboðastörf
    • Sjálfboðaliðar
    • Félagar
  • Skyndihjálp
  • Öryggi og björgun
  • Um okkur
    • Um okkur
      • Grunngildi okkar
      • Stjórn og nefndir
      • Starfsfólk
      • Hafðu samband
      • Laus störf
    • Stefnur og lög
      • Stefna 2021-2030
      • Lög félagsins
      • Siðareglur
      • Mannúðarlög
      • Undirstefnur, regluverk og áætlanir
      • Persónuverndarstefna
    • Alþjóðastarf
    • Innanlandsstarf
    • Starfið á landsvísu
      • Starfið í nærsamfélaginu
      • Höfuðborgarsvæðið
      • Suðurnes
      • Vesturland
      • Vestfirðir
      • Norðurland vestra
      • Norðurland eystra
      • Austurland
      • Suðurland
    • Námskeið og viðburðir
    • Fréttir og útgefið efni
  • Verkefni
    • Innanlandsverkefni
      • Flóttafólk og innflytjendur
      • Fataverkefni og endurnýting
      • Heilbrigði og velferð
      • Hamfarir og neyðaraðstoð
    • Alþjóðleg verkefni
      • Alþjóðastarfið okkar
  • Vefverslun
EN 0
Mínar síður Styrkja
  • Alþjóðleg verkefni
  • Alþjóðlegt starf
  • Innanlandsverkefni
  • Alþjóðleg verkefni
  • Alþjóðastarfið okkar

Alþjóðlegt starf

Áherslur Rauða krossins á Íslandi í alþjóðastarfi lúta að jafnrétti kynjanna og aukinni vernd berskjaldaðra hópa. Þá er lögð áhersla á að styrkja landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans svo þau geti betur sinnt sjálfbæru hjálpar- og mannúðarstarfi í sínum samfélögum. Þá er lögð þung áhersla á draga úr áhrifum loftslagsbreytinga og forvarnir við þeim.

Áhersluatriði okkar

Rauði krossinn á Íslandi leggur áherslu á uppbyggingu sérfræðiþekkingar í alþjóðlegu starfi. Áhersluatriði okkar leiða af sér örugg, heilbrigð og sjálfbær samfélög og styðja atriðin við hvort annað. 

Við leggjum mikið upp úr samstarfi og trúum því að samstarf og heildstæð nálgun feli í sér mikið virði og árangur.

Þverlægar áherslur í verkefnum

Jafnrétti, vernd og þátttaka án aðgreiningar

Jafnrétti og vernd tengist inn í allar aðrar áherslur hjá okkur og er í raun kjarni verkefna okkar. Geðheilbrigði og sálfélagslegur stuðningur er einnig hluti af vernd í okkar starfi og fellur því einnig hér undir. Með jafnrétti er sérstök áhersla lögð á valdeflingu kvenna og stúlkna.

Efla nærsamfélagið

Uppbygging og sjálfbærni í starfi landsfélaga er önnur þverlæg áhersla í alþjóðastarfinu okkar. Hún snertir á því að styrkja getu og hæfni landsfélaga í öðrum þverlægum áherslum. Allur stuðningur og aðstoð sem við veitum styður við getu nærsamfélagsins.

Aðgerðir til að sporna við loftslagsvá

Þessi áhersla er tiltölulega nýtilkomin í alþjóðastarfi Rauða krossins á Íslandi. Fyrst um sinn er áherslan lögð á að byggja upp samstarf við sérfræðinga í hamfarahlýnun og loftslagsmálum og efla okkar eigin getu til að geta stutt við önnur landsfélög.

Smelltu hér til að kynna þér stefnu okkar í alþjóðlegum verkefnum til ársins 2030

  • 1717
  • Aðstoð
  • Sjálfboðastörf
  • Skyndihjálp
  • Öryggi og björgun
  • Um okkur
  • Verkefni
  • Vefverslun
Styrkja
  • Rauði krossinn á Íslandi Víkurhvarf 1, 203 Kópavogur
  • Sími 570 4000
  • Hjálparsíminn 1717
  • Netfang info@redcross.is
  • Kennitala 530269-2649
  • Bankanúmer 0342-26-555
  • Ábendingalína Ertu með ábendingu?
equal-pay-logo