Fatasöfnun
Vilt þú gefa Rauða krossinum fötin sem þú notar ekki lengur?
Fatasöfnun Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu tekur aðeins við heilum og hreinum textíl, skóm og fylgihlutum til endursölu og neyðaraðstoðar.
Endurskipulagning á textílsöfnunarkerfi á svæðinu hefur staðið yfir undanfarið. Söfnunarkassa félagsins er nú að finna á sjö stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Áfram eru kassar við flokkunarstöðina í Skútuvogi 1c (jarðhæð), og við skrifstofur Rauða krossins í Efstaleiti 9. Nýjum kössum hefur verið komið fyrir við fimm Bónusverslanir:
Kópavogur: Smáratorg
Hafnarfjörður: Helluhraun
Garðabær: Miðhraun
Reykjavík: Fiskislóð (Grandi) og Norðlingaholt.
Einnig er velkomið að koma í Skútuvogi 1c á opnunartíma milli kl. 9-15 mánudaga til fimmtudaga og 9-14 föstudaga þar sem starfsfólk tekur á móti framlögum.
Fatasöfnun Rauða krossins hefur um langt árabil verið leiðandi í söfnun á notuðum textíl til endurnýtingar innanlands og útflutnings á því sem ekki er nýtt hér á landi. Sú breyting varð 1. janúar 2025 að útflutningur á notuðum textíl færðist yfir til Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Rauði krossinn mun halda áfram að safna textíl til endursölu og neyðaraðstoðar innanlands og ´óskar því aðeins eftir heilum og hreinum fatnaði.
Engin breyting hefur orðið á söfnun textíls á Akureyri. Deild Rauða krossins við Eyjafjörð tekur enn við öllum textíl.
Rauði krossinn rekur verslanir víða um land og er áfram sem hingað til mikilvægur hlekkur í endurnýtingu á textíl. Sala á notuðum textíl er ein mikilvægasta fjáröflun félagsins til mannúðarverkefna sinna.
Hvar eru fatagámar Rauða krossins?
101 - Grandi, Fiskislóð 2 - við Bónus
103 - Efstaleiti 9 - við landsskrifstofu Rauða krossins
104 - Skútuvogur 1c - við fataflokkun Rauða krossins, keyrt inn á planið frá Barkarvoginum (gatan fyrir neðan)
110 - Norðlingabraut 2 - við Bónus
201 - Smáratorg - við Bónus
210 - Miðhraun 24 - við Bónus
220 - Helluhraun - við Bónus
Fatasöfnun Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu er að Skútuvogi 1, Reykjavík, sími 570-4000