Fánaberar
Á hverju ári velur Rauði krossinn tíu kraftmikla einstaklinga sem Fánabera. Fánabera hópurinn samanstendur af þekktum og drífandi einstaklingum úr menningar- og/eða viðskiptalífinu sem mynda hóp í eitt ár. Verkefni hópsins er að hrinda í framkvæmd spennandi, frumlegum eða hvetjandi verkefnum sem safna fé fyrir hjálparstarf Rauða krossins.
Fánaberar eru einstaklingar sem hafa metnað og vilja til að gera gott. Þeir nota eigin rödd, tengslanet og frumkvæði til að styðja við lífsbjargandi verkefni Rauða krossins, á sínum eigin forsendum.
Árið 2026 verður fyrsta starfsár Fánabera á Íslandi.
Verkefnið er að fyrirmynd danska Rauða krossins, þar sem „Klub 10“ og „Klub 100“ hafa notið mikillar velgengni í yfir áratug.