Kvennadeild Reykjavíkurdeildar
Kvennadeild Reykjavíkurdeildar RKÍ var stofnuð1966 og hefur komið að ýmsum verkefnum, m.a. bókaþjónustu.
Í dag rekur deildin sjálfsala og sölubúðir á Landspítalanum í Fossvogi og á Hringbrautinni. Sjálfboðaliðar sjá um afgreiðslustörf í þrjá tíma á dag. Auk þess er starfandi prjónahópur, sem hittist vikulega yfir vetrartímann.
Sjálfboðaliðar í sölubúðum eru á þriggja tíma vöktum, 10:00 - 13:00 eða 13:00 - 16:00. Sumir eru á föstum vöktum, aðrir ekki. Gefandi starf, þar sem viðskiptavinir eru starfsmenn spítalans, sjúklingar og aðstandendur.
Prjónahópurinn hittist á fimmtudögum kl. 13:00 - 15:00 yfir vetrartímann í húsnæði Rauða krossins. Hannyrðirnar eru seldar í sölubúðunum og á Jólabasar deildarinnar.
