Orkustangir

Orkustöngin mun koma þeim sem þurfa að nýta sér fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins vel þegar orkuna þrýtur. Það er nauðsynlegt að hafa nóg af orku þegar neyð steðjar að. Í þessum pakka eru tvö orkustykki.

100 kr. 

Teppi

Teppið mun hlýja þeim sem á þurfa að halda, t.d. þegar fjöldahjálparstöð er opnuð vegna náttúruhamfara, slysa eða húsbruna. Það er mikilvægt að geta fengið hita í kroppinn við erfiðar aðstæður. 1.500 kr.

Samtal

Samtalið mun veita einstaklingi í vanda virka hlustun, sálrænan stuðning og upplýsingar um úrræði í boði. Það er mikilvægt að hafa einhvern til að leita til þegar eitthvað bjátar á.

2.000 kr.

Leikfangasett

Leikföngin munu stytta börnum stundirnar þegar þau þurfa að nýta sér fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins, t.d. þegar náttúruhamfarir, slys eða húsbrunar verða. Það er mikilvægt að geta dreift huganum við erfiðar aðstæður.

2.500 kr.

Beddi

Beddinn er ætlaður þeim sem þurfa að gista í fjöldahjálparstöð Rauða krossins, t.d. þegar náttúruhamfarir, slys eða húsbrunar verða. Nætursvefn er alltaf mikilvægur, ekki síst þegar aðstæður eru erfiðar.

10.000 kr.

Neyðarrafstöð

Rafstöðin mun knýja fjöldahjálparstöð Rauða krossins þegar rafmagnið fer af. Það er mikilvægt að geta hlaðið símann svo hægt sé að ná sambandi við ástvini á erfiðum tímum, ásamt því að hafa ljós, hita og eldunaraðstöðu.

80.000 kr.