Skólafatnaður

Skólabúningur og skór

Gjöfin þín mun gleðja barn í Malaví og styðja það til skólagöngu. Fjölmargir foreldrar í þessu fátæka landi hafa ekki efni á því að senda börn sín í skóla vegna kostnaðar við skólafatnað.

5.500 kr. 

Fjölnota dömubindi

Fjölnota dömubindi fyrir 3 stúlkur

Í Malaví hafa stúlkur lítinn sem engan aðgang að dömubindum og treysta þær sér því mjög oft ekki til að sækja skóla þegar þær eru á blæðingum. Gjöfin þín er fjölnota dömubindi fyrir þrjár malavískar skólastúlkur.

2.500 kr.

Neyðarvarnarteppi

Teppið mun hlýja þeim sem á þurfa að halda, t.d. þegar fjöldahjálparstöð er opnuð vegna náttúruhamfara, slysa eða húsbruna. Það er mikilvægt að geta fengið hita í kroppinn við erfiðar aðstæður. 1.500 kr.