Skólafatnaður

Skólabúningur og skór

Gjöfin þín mun gleðja barn í Malaví og styðja það til skólagöngu. Fjölmargir foreldrar í þessu fátæka landi hafa ekki efni á því að senda börn sín í skóla vegna kostnaðar við skólafatnað.

5.500 kr. 

Skólaganga

Skólagjöld og heimavist fyrir stúlku í eitt ár

Gjöfin þín eru skólagjöld, fæði og húsnæði fyrir stúlku í Malaví í eitt ár á heimavist Rauða krossins. Heimavist er lykill að menntun fyrir mörg börn í Malaví er þurfa ganga langa leið í skólann, gönguleið sem getur verið stúlkum sérstaklega hættuleg.

17.000 kr. 

Skólagjöld

Skólagjöld fyrir barn í fjóra vetur

Greiðsla skólagjalda er meginforsenda þess að börn geti sótt skóla í Malaví. Fjölmargir foreldrar hafa ekki efni á að greiða skólagjöld. Gjöfin þín mun gleðja barn og styðja það til skólagöngu í fjóra vetur.

25.000 kr.

Leikfangasett

Leikföngin munu stytta börnum stundirnar þegar þau þurfa að nýta sér fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins, t.d. þegar náttúruhamfarir, slys eða húsbrunar verða. Það er mikilvægt að geta dreift huganum við erfiðar aðstæður.

2.500 kr.

Fjölnota dömubindi

Fjölnota dömubindi fyrir 3 stúlkur

Í Malaví hafa stúlkur lítinn sem engan aðgang að dömubindum og treysta þær sér því mjög oft ekki til að sækja skóla þegar þær eru á blæðingum. Gjöfin þín er fjölnota dömubindi fyrir þrjár malavískar skólastúlkur.

2.500 kr.

Teppi

Teppið mun hlýja þeim sem á þurfa að halda, t.d. þegar fjöldahjálparstöð er opnuð vegna náttúruhamfara, slysa eða húsbruna. Það er mikilvægt að geta fengið hita í kroppinn við erfiðar aðstæður. 1.500 kr.

Orkustangir

Orkustöngin mun koma þeim sem þurfa að nýta sér fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins vel þegar orkuna þrýtur. Það er nauðsynlegt að hafa nóg af orku þegar neyð steðjar að. Í þessum pakka eru tuttugu orkustykki.

1.000 kr. 

Samtal

Samtalið mun veita einstaklingi í vanda virka hlustun, sálrænan stuðning og upplýsingar um úrræði í boði. Það er mikilvægt að hafa einhvern til að leita til þegar eitthvað bjátar á.

2.000 kr.

Beddi

Beddinn er ætlaður þeim sem þurfa að gista í fjöldahjálparstöð Rauða krossins, t.d. þegar náttúruhamfarir, slys eða húsbrunar verða. Nætursvefn er alltaf mikilvægur, ekki síst þegar aðstæður eru erfiðar.

10.000 kr.