Áhaldapakki Frú Ragnheiðar
Rafræn gjöf
Frú Ragnheiður er skaðaminnkandi verkefni Rauða krossins sem þjónustar einstaklinga sem glíma við heimilisleysi og/eða nota vímuefni um æð. Gjöfin þín eru fimm áhaldapakkar með búnaði til notkunar á vímuefnum um æð. Hver pakki inniheldur dauðhreinsaðar sprautur, nálar, sprittklúta og annan búnað sem er mikilvægur til að minnka líkur á sýkingum og útbreiðslu á smitsjúkdómum á borð við HIV og lifrabólgu C.
Samtal við 1717
Rafræn gjöf
Þessi gjöf mun veita einstaklingi í vanda virka hlustun, sálrænan stuðning og upplýsingar um úrræði í boði. Það er mikilvægt að hafa einhvern til að leita til þegar eitthvað bjátar á.
Fjölnota dömubindi
Rafræn gjöf
Í Malaví hafa stúlkur lítinn sem engan aðgang að dömubindum og treysta þær sér því mjög oft ekki til að sækja skóla þegar þær eru á blæðingum. Gjöfin þín er fjölnota dömubindi fyrir þrjár malavískar skólastúlkur.
Neyðarvarnarteppi
Rafræn gjöf
Teppið mun hlýja þeim sem á þurfa að halda, t.d. þegar fjöldahjálparstöð er opnuð vegna náttúruhamfara, slysa eða annarra alvarlegra atvika, eins og húsbruna. Það er mikilvægt að geta yljað sér við erfiðar aðstæður.