Hátíðirnar og skammdegið reynist mörgum þungbært og við finnum að enn fleiri leita til 1717 á þessum árstíma. Djúpur kvíði, sorg, fjárhagsáhyggjur, fjölskylduerjur og eimanaleiki eru meðal þess sem kemur upp í samtölum við þau sem til okkar leita. Á síðasta ári voru samtölin um 20.000 talsins. Við finnum að þörfin fer vaxandi og þess vegna er mjög brýnt að efla þjónustu Hjálparsímans 1717 enn frekar.
Margir eiga engan að til að deila með áhyggjum sínum, kvíða eða vanlíðan. Þá skiptir öllu að geta hringt eða sent skilaboð í fullum trúnaði og fengið samtal við manneskju sem mætir þér af virðingu og hlýju.
Hjálparsíminn 1717 og netspjallið er opið allan sólarhringinn, alla daga ársins. Við erum til staðar fyrir þau sem á þurfa að halda – líka yfir hátíðarnar. Samtöl við sjálfboðaliða Hjálparsímans hafa bæði breytt degi fólks til hins betra og í sumum tilfellum bjargað lífi þeirra sem til okkar leita.
Til að þjónustan sé stöðug og aðgengileg fleirum bjóðum við fólki að taka þátt í að efla Hjálparsímann og leggja okkur lið með einföldum og áhrifaríkum hætti.
ATH - til að fá skattaafslátt þarf að fylla út kennitölu