Styrktarleiðir Fyrirtækja
Vörusamstarf og herferðir
Hefur þitt fyrirtæki áhuga á að vinna herferð eða vöru í samvinnu við Rauða krossinn á Íslandi og styðja í leið verkefni sem rímar við hugmyndafræði fyrirtækisins?
Hér má sjá dæmi um fyrra vörusamstarf og herferð
Samstarfsverkefni 66°Norður og Rauða krossins
Með hringrás í fyrirrúmi
66°Norður og Rauði krossinn standa að samstarfi með hringrás í fyrirrúmi. Í þessu verkefni voru 66°Norður flíkur sem við fengum til okkar sendar á saumastofu 66°Norður sem sá um að þær kæmu til baka eins og nýjar. Sérhannaðir merkimiðar frá Fléttu úr afskurði framleiðslunnar príða flíkurnar og Rauði krossinn hlýtur allan ágoða af sölunni.
Nánar um samstarfið - Ódrepandi
Arabia styður vinaverkefni Rauða krossins með Múmín vörulínu
Litlar gjörðir, mikil áhrif
Með samstarfi Arabia og Rauða krossins er vináttu og góðvild fagnað. Útkoman er vörulína sem er myndskreytt upprunalegum teikningum Tove Jansson fyrir Rauða krossinn. Yfirskrift samstarfsins er "moments of kindness" eða "litlar gjörðir, mikil áhrif" og í tilefni af samstarfinu er fólk um allan heim hvatt til að sýna hverju öðru góðvild með litlum góðverkum.
Fyrir hvern seldan hlut hér á landi fer 1 Evra til Vinaverkefna Rauða krossins á Íslandi. Misjafnt er í hverju vinaverkefnin felast en það getur til dæmis verið spjall yfir góðum kaffibolla, lítil stund sem getur haft mikil áhrif.
Hagar, Bónus, Hagkaup og Olís leggjast á eitt
Herferð til neyðarsöfnunar vegna átaka í Úkraínu
Viðskiptavinum Bónuss, Hagkaupa og Olís var boðið upp á að bæta 500 kr styrktarupphæð við vörukaup sín með því skilyrði að Hagar bættu við mótframlagi að sömu upphæð. Þannig söfnuðust yfir 30 milljónir til stuðnings íbúum í Úkraínu.
Hafðu samband
Tengiliður er Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins.