Almennar fréttir
11 milljónir söfnuðust fyrir Frú Ragnheiði
09. október 2020
Söfnun fyrir nýjum bíl Frú Ragnheiðar lauk í gær
Markmiðinu var náð og gott betur, en alls söfnuðust 11 milljónir. Söfnuninni lauk í gær á 11 ára afmæli verkefnisins svo það var afskaplega viðeigandi.
Sérútbúinn bíll í góðu standi er undirstaða verkefnisins. Þökk sé ykkur getum við keypt nýjan bíl og innréttað hann í takt við þarfir skjólstæðinga og sjálfboðaliða verkefnisins. Það sem safnast hefur umfram kostnað við nýjan bíl verður varið í nálaskiptaþjónustu fyrir skjólstæðinga Frú Ragnheiðar. Ef þig langar enn að leggja verkefninu lið er það hægt með því að senda TAKK í 1900 eða leggja inn á reikning 0342 - 26 -12, kt. 530269-2649.
Við hlökkum til að sýna ykkur nýja bílinn um leið og hann er tilbúinn. Við vonumst til þess að hann verði farinn að keyra um götur höfuðborgarsvæðisins fyrir jól!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.