Almennar fréttir
11 milljónir söfnuðust fyrir Frú Ragnheiði
09. október 2020
Söfnun fyrir nýjum bíl Frú Ragnheiðar lauk í gær
Við erum full þakklætis fyrir þau fjölmörgu framlög sem bárust í söfnun fyrir nýjum bíl Frú Ragnheiðar á höfuðborgarsvæðinu.
Markmiðinu var náð og gott betur, en alls söfnuðust 11 milljónir. Söfnuninni lauk í gær á 11 ára afmæli verkefnisins svo það var afskaplega viðeigandi.
Sérútbúinn bíll í góðu standi er undirstaða verkefnisins. Þökk sé ykkur getum við keypt nýjan bíl og innréttað hann í takt við þarfir skjólstæðinga og sjálfboðaliða verkefnisins. Það sem safnast hefur umfram kostnað við nýjan bíl verður varið í nálaskiptaþjónustu fyrir skjólstæðinga Frú Ragnheiðar. Ef þig langar enn að leggja verkefninu lið er það hægt með því að senda TAKK í 1900 eða leggja inn á reikning 0342 - 26 -12, kt. 530269-2649.
Við hlökkum til að sýna ykkur nýja bílinn um leið og hann er tilbúinn. Við vonumst til þess að hann verði farinn að keyra um götur höfuðborgarsvæðisins fyrir jól!
Markmiðinu var náð og gott betur, en alls söfnuðust 11 milljónir. Söfnuninni lauk í gær á 11 ára afmæli verkefnisins svo það var afskaplega viðeigandi.
Sérútbúinn bíll í góðu standi er undirstaða verkefnisins. Þökk sé ykkur getum við keypt nýjan bíl og innréttað hann í takt við þarfir skjólstæðinga og sjálfboðaliða verkefnisins. Það sem safnast hefur umfram kostnað við nýjan bíl verður varið í nálaskiptaþjónustu fyrir skjólstæðinga Frú Ragnheiðar. Ef þig langar enn að leggja verkefninu lið er það hægt með því að senda TAKK í 1900 eða leggja inn á reikning 0342 - 26 -12, kt. 530269-2649.
Við hlökkum til að sýna ykkur nýja bílinn um leið og hann er tilbúinn. Við vonumst til þess að hann verði farinn að keyra um götur höfuðborgarsvæðisins fyrir jól!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Söfnuðu pening í fötuna í stað sælgætis
Almennar fréttir 19. desember 2025Börn sem þurfa aðstoð eru ofarlega í hugum Jóhanns Atla, Jans Kára og Björns Dags, níu ára pilta úr Garðabæ sem söfnuðu fé fyrir Rauða krossinn.
Smíðuðu, bökuðu og föndruðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 15. desember 2025„Við völdum Rauða krossinn því okkur finnst þau gera mikið gagn fyrir samfélagið okkar,“ sagði nemandi í Álfhólsskóla á fallegri athöfn þar sem Rauða krossinum var afhent fé sem nemendur söfnuðu á góðgerðardegi í skólanum.
Gerðist sjálfboðaliði eftir að starfsferli lauk
Innanlandsstarf 11. desember 2025Í sjö ár hefur Guðrún Salome Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, tekið vaktir í fatabúðum Rauða krossins. Hún er þar sjálfboðaliði og segir það gefandi og veita sér ánægju.