Almennar fréttir
11 milljónir söfnuðust fyrir Frú Ragnheiði
09. október 2020
Söfnun fyrir nýjum bíl Frú Ragnheiðar lauk í gær
Markmiðinu var náð og gott betur, en alls söfnuðust 11 milljónir. Söfnuninni lauk í gær á 11 ára afmæli verkefnisins svo það var afskaplega viðeigandi.
Sérútbúinn bíll í góðu standi er undirstaða verkefnisins. Þökk sé ykkur getum við keypt nýjan bíl og innréttað hann í takt við þarfir skjólstæðinga og sjálfboðaliða verkefnisins. Það sem safnast hefur umfram kostnað við nýjan bíl verður varið í nálaskiptaþjónustu fyrir skjólstæðinga Frú Ragnheiðar. Ef þig langar enn að leggja verkefninu lið er það hægt með því að senda TAKK í 1900 eða leggja inn á reikning 0342 - 26 -12, kt. 530269-2649.
Við hlökkum til að sýna ykkur nýja bílinn um leið og hann er tilbúinn. Við vonumst til þess að hann verði farinn að keyra um götur höfuðborgarsvæðisins fyrir jól!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.

Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“

Mikilvægt að fá að vera til staðar fyrir fólk í afplánun
Innanlandsstarf 08. júlí 2025Pétur Kristófersson, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, heimsækir fanga og spjallar við þá um það sem á þeim brennur. Tilgangurinn er að aðstoða þá við undirbúning fyrir lífið eftir afplánun.