Almennar fréttir
Alþjóðaráð Rauða krossins minnir á alþjóðleg mannúðarlög
11. október 2019
Sýrland: Öll svæði ættu að vera örugg fyrir óbreytta borgara
Alþjóðaráð Rauða krossins minni á að þeir sem taka þátt í átökunum í Sýrlandi er skylt samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum að hlífa óbreyttum borgurum og öllum öðrum sem ekki taka þátt í hernaðaraðgerðum, þar með talið föngum og öllum þeim sem flýja átökin.
„Öll svæði ættu að vera örugg fyrir óbreytta borgara og alla aðra sem ekki taka beinan þátt í átökunum. Þetta er grundvallaratriði alþjóðlegra mannúðarlaga, “sagði Fabrizio Carboni, yfirmaður Alþjóðaráðs Rauði krossins í Austurlöndum nær og fjær.
Innviðir borga og bæja eru ekki skotmörk og veita verður óhindrað aðgengi að mannúðaraðstoð, þar á meðal læknisþjónustu. Vernda og virða ber þau sem sinna mannúðarstörfum og heilbrigðisstarfsfólk, þ.m.t. þau sem starfa undir merkjum Rauða krossins eða Rauða hálfmánans. Og alla fanga verður að koma fram við af mannúð.
Þúsundir manna flýja nú átakasvæðin og Alþjóðaráð Rauða krossins reynir að meta og bregðast við breyttum þörfum.
Í norðausturhluta Sýrlands, á svæðunum í kringum Hassakeh, Raqqa og Deir Ezzor, eru nú meira en 100.000 manns sem hrakist hafa frá heimilum sínum. Yfir 68.000 manns hafast við í flóttamannabúðunum í Al Hol, þar af tveir þriðju hlutar barna, þar sem Alþjóðaráð Rauða krossins rekur sameiginlegt vettvangssjúkrahús ásamt Rauða hálfmánanum í Sýrlandi með stuðningi Rauða krossins í Noregi.
Mynd: CC BY-NC-ND / ICRC / Cynthia Lee
Sendifulltrúar Rauða krossins áÍslandi hafa starfað á vettvangssjúkrahúsinu síðastliðna mánuði og sinnt heilbrigðisaðstoð við flóttafólk, komið að rekstri þess, uppsetningu og skipulagi. “Við höfum lengi haft áhyggjur af stöðu mannúðarmála í Sýrlandi og lagt okkar af mörkum til að koma til móts við þarfir þolenda átakanna”, segir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins. “Með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins og Mannvina Rauða krossins höfum við stutt vel við mannúðarstörf Alþjóðaráðs Rauða krossins og sýrlenska Rauða hálfmánans og munum gera það áfram.”
Alþjóðaráð Rauða krossins hefur heimsótt fólk í flóttamannabúðum og fólk sem er í haldi í tengslum við átökin og gert sitt besta til að styðja fólk í brýnni þörf fyrir mannúðaraðstoð; Sýrlendinga, Íraka sem og ríkisborgara annarra landa sem eru í Sýrlandi. Fjöldi erlendra kvenna og barna er í sumum flóttamannabúðunum sem heimsóttar hafa verið í norðausturhluta Sýrlands.
“Við verðum að hafa í huga að almennir borgara og hvað þá börn eiga enga sök á þeim átökum sem þau búa við” segir Atli. “Við verðum að gera allt sem við getum til að tryggja þeim þá aðstoð sem þau þurfa hverju sinni, styðja um leið innviði í landinu og hvetja alla aðila til að virða alþjóðleg mannúðarlög. En mikilvægast er að friður komist á sem allra fyrst.”
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Breytt fyrirkomulag á stuðningi við Grindvíkinga
Innanlandsstarf 01. ágúst 2025Í haust verða gerðar breytingar á stuðningi Rauða krossins við Grindvíkinga sem þurftu að rýma heimili sín vegna jarðhræringanna 10. nóvember 2023. Hætt verður að taka við umsóknum í styrkarsjóðinn Þrótt Grindvíkinga en áfram stutt við einstaklinga með fræðslu og námskeiðum.

Gátu flutt hjálpargögn til Sweida
Alþjóðastarf 30. júlí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins fór ásamt sýrlenska Rauða hálfmánanum í sendiferð til Sweida í suðurhluta Sýrlands með nauðsynleg hjálpargögn og til að meta þarfir íbúanna á svæðinu fyrir frekari aðstoð. Fjölmargt fólk frá Sweida og nágrenni býr á Íslandi.

Palestínskur ljósmyndari hlaut mannúðarverðlaun Visa d’Or
Alþjóðastarf 29. júlí 2025Myndaröð Saher Alghorra um daglegar raunir og þjáningar íbúa Gaza er að mati forseta samtakanna Fréttamanna án landamæra „eins og högg í magann – kraftmikil og harmræn í senn“.