Almennar fréttir
Barnafata Skiptimarkaður Rauða krossins
27. maí 2019
Rauði krossinn í Reykjavík býður þér á barnafata skiptimarkað föstudaginn 31. maí kl. 15-17 í Gerðubergi, Breiðholti.
Rauði krossinn í Reykjavík býður þér á barnafata skiptimarkað!
Vakin er athygli á að viðburðurinn fer í þetta skipti fram á föstudegi, frá kl. 15-17
Komdu og finndu ný föt á sístækkandi börnin, einfaldlega með því að skipta út fötum í góðu standi sem passa ekki lengur.
Ásamt því verður kaffi á könnunni, tónlist og góð stemning – frábær leið til að byrja helgina.
Hvernig?
Þú skiptir 1-fyrir-1 flík, engir peningar koma við sögu
Hvers vegna?
Þú sparar ekki einvörðungu peningu, heldur stuðlar að betri hnetti með því að nýta betur fötin
Hvenær?
Föstudag 31. maí kl. 3-5
Hvar?
Menningarhúsið Gerðuberg, Breiðholti
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.