Almennar fréttir
Blæðingaskömm er raunveruleg
09. október 2019
Rauði krossinn hefur um árabil unnið með stúlkum sem búa við sárafátækt á dreifbýlum svæðum í Malaví. Mikil áhersla er lögð á hreinlæti í tengslum við blæðingar, heilbrigði kvenna og að vinna gegn blæðingaskömm, en hún hamlar stúlkum á marga vegu, brýtur meðal annars upp skólagöngu.
Rauði krossinn hefur um árabil unnið með stúlkum sem búa við sárafátækt á dreifbýlum svæðum í Malaví. Mikil áhersla er lögð á hreinlæti í tengslum við blæðingar, heilbrigði kvenna og að vinna gegn blæðingaskömm, en hún hamlar stúlkum á marga vegu, brýtur meðal annars upp skólagöngu.
Aðgengi að dömubindum er mjög takmarkað á fjölda dreifbýlla svæða í landinu og ótalmargar stúlkur missa viku úr skóla í hverjum mánuði, en í skólum er salernisaðstæður oft ófullnægjandi og stúlkur verða fyrir aðkasti ef aðrir verða þess var að þær eru á blæðingum. Ekki góðar aðstæður til að fara á blæðingar án dömubinda!
RÚV fjallaði um blæðingaskömm í Heimskviðum nú á dögunum,
Við höfum opnað þetta mikilvæga samtal við íbúa á verkefnasvæðum okkar og vinnum nú með hópum unglingsstúlkna að málefninu. Einn þáttur þess felst í því að kenna þeim að sauma sér margnota dömubindi.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.