Almennar fréttir
Erfðagjöf til Rauða krossins
25. janúar 2021
Svanhildur Jónsdóttir ánafnaði hluta arf síns til verkefna með flóttafólki hjá Rauða krossinum
Nú á dögunum barst Rauða krossinum vegleg erfðagjöf frá Svanhildi Jónsdóttur sem lést í sumar, en hún ánafnaði ýmsum félögum hluta af arfi sínum í erfðaskrá. Svanhildur var fædd í Sandgerði þann 8. nóvember 1942 og lést í Brákarhlíð í Borgarnesi þann 4. ágúst sl.
Rauði krossinn er þakklátur fyrir þetta framlag sem mun nýtast í verkefni með flóttafólki að ósk Svanhildar. Við vottum fjölskyldu og vinum Svanhildar samúð vegna andláts hennar.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
50 milljónir króna til neyðarsjúkrahússins á Gaza
Alþjóðastarf 03. september 2025Með stuðningi Mannvina og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt neyðarsjúkrahús Rauða krossins á Gaza um 50 milljónir króna. „Neyðarsjúkrahúsið er líflína þúsunda í hörmungunum miðjum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins.

„Við höfum öll eitthvað fram að færa“
Almennar fréttir 02. september 2025Hadia Rahman, nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir frá flóttanum frá Afganistan og hvað fjölskyldan hefur lagt á sig til að eiga gott líf á Íslandi.

Samið um ráðgjöf vegna fjölskyldusameininga
Innanlandsstarf 01. september 2025Rauði krossinn á Íslandi mun halda áfram að sinna ráðgjöf við flóttafólk vegna fjölskyldusameininga samkvæmt nýgerðum samningi við dómsmálaráðuneytið.