Almennar fréttir
Fólkið á bakvið tjöldin
24. maí 2019
Það sem gerir Rauða krossinn að öflugu félagi, er sterkt net sjálfboðaliða sem er sérþjálfað á ýmsum sviðum.
\r\nFélagið er afar stolt af fólkinu sem vinnur óeigingjarnt starf í þágu mannúðar. Hinn öflugi mannauður Rauða krossins er ómetanlegur.
Það sem gerir Rauða krossinn að öflugu félagi, er sterkt net sjálfboðaliða sem er sérþjálfað á ýmsum sviðum.
Þetta kemur einkum í ljós þegar á reynir. Í síðustu viku voru tvö útköll vegna alvarlegra slysa sem margir landsmenn fylgdust með í fréttum. Við slíkar aðstæður sinna sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins mikilvægu viðbragðshlutverki sem kemst ekki alltaf í kastljós fjölmiðla.
Í fyrsta lagi var áfallateymi Rauða krossins á Akureyri kallað út þann 15. maí sl. vegna alvarlegs slyss sem varð við dimmsjón hjá ungmennum á Akureyri. Teymið samanstendur af sérþjálfuðum sjálfboðaliðum sem bregðast við og veita áfallahjálp í ýmsum aðstæðum, allt frá vinnuslysum upp í náttúruhamfarir.
Í kjölfar rútuslyss sem varð á Suðurlandsvegi við Hofgarða þann 16. maí sl. opnaði Rauði krossinn fjöldahjálparstöð á Kirkjubæjarklaustri. Í heildina komu 30 sjálfboðaliðar og starfsmenn Rauða krossins til hjálpar í tengslum við umrætt slys.
Þegar slíkir atburðir verða er ýmislegt sem sjálfboðaliðar sinna – sálrænn stuðningur, þátttaka í samhæfingu, bæði innan umdæmis og á landsvísu og félagslegt hjálparstarf (gisting, föt, matur, sameining fjölskyldna og skipulagning ferða milli landshluta). Oftar en ekki, í kjölfar alvarlegra atburða, vinna sjálfboðaliðar Rauða krossins í ýmsum verkefnum langt fram á nótt, í allt að tvo daga.
Mörg hundruð sjálfboðaliðar Rauða krossins eru þjálfuð reglulega í að starfrækja fjöldahjálparstöðvar og sækja þeir meðal annars námskeið með reglulegu millibili til að viðhalda þekkingunni. Þá tekur Rauði krossinn einnig þátt í ýmsum stórslysaæfingum ásamt öðrum viðbragðsaðilum.
Félagið er afar stolt af fólkinu sem vinnur óeigingjarnt starf í þágu mannúðar. Hinn öflugi mannauður Rauða krossins er ómetanlegur.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.