Almennar fréttir
Frú Ragnheiður safnar fyrir nýjum bíl
01. október 2020
Sendu TAKK í 1900 og styrktu um 2.900 kr.
Verkefnið Frú Ragnheiður er flestum landsmönnum vel kunnugt, en sérútbúinn bíll keyrir um höfuðborgarsvæðið og veitir fólki sem notar vímuefni í æð og heimilislausum einstaklingum aðstoð og hefur gert sl. 11 ár. Þá eru systurverkefni einnig starfræk á Akureyri og Suðurnesjum. Um er að ræða vettvangsþjónustu þar sem bíllinn keyrir til skjólstæðinga, sama hvar þeir er staddir og veitir þjónustu í nærumhverfi hvers og eins.
Alls eru um 100 sjálfboðaliðar í verkefninu sem skipta með sér vöktum í bílnum og hefur þjónustan haldist óskert í gegnum kórónuveirufaraldurinn.
Nú er svo komið að mikil þörf er á að fá nýjan sérinnréttaðan bíl til að hægt sé að sinna verkefninu. Undirstaða verkefnisins er bíllinn sjálfur en hann er keyrður 6 daga vikunnar um höfuðborgarsvæðið, allt árið um kring og býður skaðaminnkandi þjónustu í formi heilbrigðis- og nálaskiptaþjónustu. Núverandi bíll verkefnisins hefur staðið við sitt og er keyrður rúmlega 340.000 km.
Frú Ragnheiður leitar á náðir almennings til að styðja við fjármögnun á nýjum bíl, en fullútbúinn kostar hann um 10 milljónir króna. Söfnunin fer fram frá 1. – 8. október.
Hægt er að senda SMS-ið TAKK í 1900 og styðja þannig við kaup á nýjum bíl um 2.900 kr.
Þá er einnig hægt að leggja inn á reikning 0342 - 26 -12, kt. 530269-2649.
Áhugaverð tölfræði um Frú Ragnheiði:
Árið 2019 þjónustaði Frú Ragnheiður 519 einstaklinga í um 4.200 heimsóknum.
Bíllinn keyrði 312 daga ársins, mannaður sjálfboðaliðum sem gáfu alls 4.680 klukkutíma og læknar sem manna bakvaktir skiluðu 1.259 klukkutímum.
- Fjöldi heimsókna í bílinn hefur fjórfaldast frá árinu 2015, stöðug aukning er á fjölda skjólstæðinga og heimsókna í bílinn.
- Heilbrigðisþjónustan hefur síðustu tvö ár skipað stærri sess í verkefninu:
- Fjöldi heimsókna í bílinn 2019 vegna heilbrigðisaðstoðar voru 483 og hafði tíðni heimsókna tvöfaldast frá árinu 2018.
- Veittar voru 80 sýklalyfjameðferðir árið 2019 og af þeim voru 75 meðferðir árangursríkar með endurkomum og utanumhald Frú Ragnheiðar – 94% meðferðarheldni og árangur eftir því.
- Rannsóknir sýna að jaðarsettir einstaklingar skortir traust til þjónustukerfa. Þau leita sér síður aðstoðar til hins opinbera og þess vegna er heilbrigðisþjónusta í Frú Ragnheiði mikilvæg, þar sem þjónustan er á þeirra forsendum og þar finna þau fyrir öryggi.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Við viljum hjálpa börnum og bara öllum“
Almennar fréttir 29. október 2025Þrír níu ára gamlir vinir úr Kársnesinu í Kópavogi gengu í hús og báðu um hluti til að selja á tombólu. Þannig söfnuðu þeir 8.571 krónu fyrir Rauða krossinn.
Hvetja vinnustaði til að bjóða upp á skyndihjálparnámskeið
Innanlandsstarf 27. október 2025„Skyndihjálparnámskeið ættu auðvitað að vera hluti af öryggismenningu allra vinnustaða að okkar mati,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Á skyndihjálparnámskeiðum öðlast fólk þjálfun og færni í að bregðast hratt, rétt og örugglega við í óvæntum og erfiðum aðstæðum.
Fólkið á Gaza þolir enga bið eftir aðstoð
Alþjóðastarf 21. október 2025Um 150 flutningabílar komast nú flesta daga inn á Gaza með mannúðaraðstoð. Þeir þyrftu að vera margfalt fleiri. Vopnahléð hefur ekki fært fólkinu fullkominn frið, segir framkvæmdastjóri Rauða krossins, en opnað mikilvægan glugga til að ná til þess og hann verður að nýta.