Almennar fréttir
Frú Ragnheiður safnar fyrir nýjum bíl
01. október 2020
Sendu TAKK í 1900 og styrktu um 2.900 kr.
Verkefnið Frú Ragnheiður er flestum landsmönnum vel kunnugt, en sérútbúinn bíll keyrir um höfuðborgarsvæðið og veitir fólki sem notar vímuefni í æð og heimilislausum einstaklingum aðstoð og hefur gert sl. 11 ár. Þá eru systurverkefni einnig starfræk á Akureyri og Suðurnesjum. Um er að ræða vettvangsþjónustu þar sem bíllinn keyrir til skjólstæðinga, sama hvar þeir er staddir og veitir þjónustu í nærumhverfi hvers og eins.
Alls eru um 100 sjálfboðaliðar í verkefninu sem skipta með sér vöktum í bílnum og hefur þjónustan haldist óskert í gegnum kórónuveirufaraldurinn.
Nú er svo komið að mikil þörf er á að fá nýjan sérinnréttaðan bíl til að hægt sé að sinna verkefninu. Undirstaða verkefnisins er bíllinn sjálfur en hann er keyrður 6 daga vikunnar um höfuðborgarsvæðið, allt árið um kring og býður skaðaminnkandi þjónustu í formi heilbrigðis- og nálaskiptaþjónustu. Núverandi bíll verkefnisins hefur staðið við sitt og er keyrður rúmlega 340.000 km.
Frú Ragnheiður leitar á náðir almennings til að styðja við fjármögnun á nýjum bíl, en fullútbúinn kostar hann um 10 milljónir króna. Söfnunin fer fram frá 1. – 8. október.
Hægt er að senda SMS-ið TAKK í 1900 og styðja þannig við kaup á nýjum bíl um 2.900 kr.
Þá er einnig hægt að leggja inn á reikning 0342 - 26 -12, kt. 530269-2649.
Áhugaverð tölfræði um Frú Ragnheiði:
Árið 2019 þjónustaði Frú Ragnheiður 519 einstaklinga í um 4.200 heimsóknum.
Bíllinn keyrði 312 daga ársins, mannaður sjálfboðaliðum sem gáfu alls 4.680 klukkutíma og læknar sem manna bakvaktir skiluðu 1.259 klukkutímum.
- Fjöldi heimsókna í bílinn hefur fjórfaldast frá árinu 2015, stöðug aukning er á fjölda skjólstæðinga og heimsókna í bílinn.
- Heilbrigðisþjónustan hefur síðustu tvö ár skipað stærri sess í verkefninu:
- Fjöldi heimsókna í bílinn 2019 vegna heilbrigðisaðstoðar voru 483 og hafði tíðni heimsókna tvöfaldast frá árinu 2018.
- Veittar voru 80 sýklalyfjameðferðir árið 2019 og af þeim voru 75 meðferðir árangursríkar með endurkomum og utanumhald Frú Ragnheiðar – 94% meðferðarheldni og árangur eftir því.
- Rannsóknir sýna að jaðarsettir einstaklingar skortir traust til þjónustukerfa. Þau leita sér síður aðstoðar til hins opinbera og þess vegna er heilbrigðisþjónusta í Frú Ragnheiði mikilvæg, þar sem þjónustan er á þeirra forsendum og þar finna þau fyrir öryggi.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Ylja er „eins og gott knús“
Innanlandsstarf 06. maí 2025Samfélagið á Rás 1 heimsótti neyslurýmið Ylju sem Rauði krossinn rekur og ræddi við starfsfólk og konu sem nýtir sér þjónustuna sem þar býðst. Þátturinn gefur einstaklega góða innsýn í starfsemi Ylju og um gagnsemi úrræðisins.

Mannúðaraðstoð að hruni komin á Gaza
Alþjóðastarf 02. maí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hefur lýst yfir að mannúðaraðstoð í Gaza sé á barmi algjörs hruns eftir tveggja mánaða stöðvun á flutningi birgða til Gaza. Þessi alvarlega staða hefur leitt til þess að íbúar svæðisins eru nú án lífsnauðsynlegrar mannúðaraðstoðar eins og matar, vatns og lyfja. Skortur á þessum nauðsynjum setur líf hundruða þúsunda íbúa í beina og bráða hættu.

Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“