Almennar fréttir
Fyrrum nemandi Jafnréttisháskólans veitir Rauða krossinum ráðgjöf
24. júní 2019
Undanfarnar vikur hefur Rauði krossinn notið liðsinnis hinnar palestínsku Jolene Zaghloul.
Undanfarnar vikur hefur Rauði krossinn notið liðsinnis hinnar palestínsku Jolene Zaghloul. Jolene hefur lögfræðimenntun frá Abu Dies háskólanum í Palestínu og King Mohammad the Fifth háskólanum í Marokkó. Í heimalandinu vann hún við lögfræðiráðgjöf fyrir einstaklinga sem sættu ákæru og fangelsisvist. Þá hefur hún einnig unnið að ýmsum mannréttindamálum. Árið 2012 útskrifaðist hún frá Jafnréttisháskóla Sameinuðu Þjóðanna í Reykjavík með diplóma í alþjóðlegum jafnréttisfræðum þar sem lokaverkefni hennar fjallaði um réttindi kvenna í palestínskum fangelsum. Jolene er íslenskur ríkisborgari og undanfarin ár hefur hún unnið sem verkefnisstjóri í Jafnréttishúsi með innflytjendum, hælisleitendum og flóttafólki á Íslandi.
Rauði krossinn á Íslandi og Rauði hálfmáninn í Palestínu hafa um árabil átt farsælt samstarf í langtímaþróunar- og mannúðarverkefnum. Núverandi verkefni miðar að því að skapa umhverfi sem veitir fólki í Palestínu öryggi og stuðning. Rauði krossinn leggur mikla áherslu á að efla þátttöku stúlkna í verkefninu og valdeflingu þeirra sem áhrifavaldar í samfélögum sínum. Þetta er eitt þeirra verkefna sem Jolene veitti Rauða krossinum ráðgjöf við. Þá veiti hún lögfræðingum og öðru starfsfólki Rauða krossins stuðning í vinnu þeirra fyrir hælisleitendur og málsvarastarfi fyrir flóttafólk á Íslandi.
Rauði krossinn og Jafnréttisháskóli Sameinuðu þjóðanna undirrituðu samstarfsyfirlýsingu í nóvember á síðasta ári. Meðal markmiða samstarfsyfirlýsingarinnar er byggja upp og efla samstarf Rauða krossins við nemendur sem koma af sameiginlegum áherslusvæðum Jafnréttisháskólans og Rauða krossins.
„Það er mikill fengur fyrir Rauða krossinn að fá tækifæri til að vinna með reynslumiklum sérfræðingi sem hefur þessa sérstöku innsýn eftir að hafa búið á því átakasvæði sem Palestína er og við í Rauða krossinum höfum unnið á undanfarna áratugi.“ segir Guðný Nielsen á Hjálpar- og mannúðarsviði Rauða krossins.
„Jafnréttisháskóla Sameinuðu þjóðanna í Reykjavík sækja framúrskarandi einstaklingar víða að og það skapar einstakt tækifæri fyrir íslensk borgarasamtök, sem mörg hver sinna þróunar- og mannúðaraðstoð í þeirra heimalöndum, til að fá þeirra innsýn. Þá leggjum við í Rauða krossinum lykiláherslu á jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna í okkar alþjóðastarfi og aðgengi að nemendum Jafnréttisháskólans gefur tækifæri fyrir mikil samlegðaráhrif.“
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hópastarf sem valdeflir hinsegin fólk á flótta
Innanlandsstarf 08. september 2025Alþjóðsamband Rauða krossins segir hópastarf á vegum Rauða krossins á Íslandi fyrir hinsegin fólk á flótta búa til einstakt umhverfi „þar sem þátttakendur upplifa viðurkenningu, virði og valdeflast“. Þátttakendur lýsa hópnum sem öruggu rými til að deila reynslu af áföllum og mismunun.

50 milljónir króna til neyðarsjúkrahússins á Gaza
Alþjóðastarf 03. september 2025Með stuðningi Mannvina og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt neyðarsjúkrahús Rauða krossins á Gaza um 50 milljónir króna. „Neyðarsjúkrahúsið er líflína þúsunda í hörmungunum miðjum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins.

„Við höfum öll eitthvað fram að færa“
Almennar fréttir 02. september 2025Hadia Rahman, nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir frá flóttanum frá Afganistan og hvað fjölskyldan hefur lagt á sig til að eiga gott líf á Íslandi.