Almennar fréttir
GJ Travel aðstoðar Rauða krossinn
04. nóvember 2019
GJ Travel hefur lagt Rauða krossinum lið allt frá árinu 1956 við móttöku einstaklinga með alþjóðlega vernd.
Í rúm 60 ár eða allt frá árinu 1956 hefur fyrirtækið Guðmundur Jónasson, nú þekkt sem GJ Travel, aðstoðað Rauða krossinn við móttöku flóttafólks með því að útvega rútubifreiðar sem sækja fólkið upp á Keflavíkurflugvöll þaðan sem þau eru keyrð til nýrra heimkynna sinna.
Árið 1956 komu 52 einstaklingar, flest á aldrinum 18-20 ára, frá Ungverjalandi (sjá mynd) hingað til lands. Á þessum liðlega 60 árum hefur ýmislegt breyst, fjöldi fólks á flótta hefur farið vaxandi og hefur nú ekki verið meiri síðan á tímum seinni heimstyrjaldarinnar en Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að um 71 milljón einstaklinga sé á flótta í heiminum, þar af eru 26 milljón þeirra undir 18 ára aldri.
Á þessu ári hafa íslensk stjórnvöld boðið 74 einstaklingum alþjóðlega vernd og koma þeir beint frá því nágrannalandi sem þeir flúðu til. Í slíkum móttökum skiptir gott samstarf höfuðmáli en að móttöku hvers hóps koma margir aðilar, þar ber helst að nefna félagsmálaráðuneytið, sveitarfélagið, Rauða krossinn, Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) og fleiri.
Samstarf við fyrirtæki og einstaklinga er mikilvægur hlekkur í árangursríkri móttöku. Fyrir hönd Rauða krossins á Íslandi þökkum við Guðmundi Jónassyni kærlega fyrir að styrkja starf Rauða krossins hérlendis í móttöku flóttafólks, nú sem endranær, með því að sýna samfélagslega ábyrgð í verki. Í dag eru það afkomendur Guðmundar sem leggja hönd á plóg (sjá mynd).
Á myndinni eru systkinin Eðvarð Þór og Stefanía Sif Williamsbörn, en afi þeirra var Guðmundur Jónasson stofnandi GJ Travel.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Breytt fyrirkomulag á stuðningi við Grindvíkinga
Innanlandsstarf 01. ágúst 2025Í haust verða gerðar breytingar á stuðningi Rauða krossins við Grindvíkinga sem þurftu að rýma heimili sín vegna jarðhræringanna 10. nóvember 2023. Hætt verður að taka við umsóknum í styrkarsjóðinn Þrótt Grindvíkinga en áfram stutt við einstaklinga með fræðslu og námskeiðum.

Gátu flutt hjálpargögn til Sweida
Alþjóðastarf 30. júlí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins fór ásamt sýrlenska Rauða hálfmánanum í sendiferð til Sweida í suðurhluta Sýrlands með nauðsynleg hjálpargögn og til að meta þarfir íbúanna á svæðinu fyrir frekari aðstoð. Fjölmargt fólk frá Sweida og nágrenni býr á Íslandi.

Palestínskur ljósmyndari hlaut mannúðarverðlaun Visa d’Or
Alþjóðastarf 29. júlí 2025Myndaröð Saher Alghorra um daglegar raunir og þjáningar íbúa Gaza er að mati forseta samtakanna Fréttamanna án landamæra „eins og högg í magann – kraftmikil og harmræn í senn“.