Almennar fréttir
Karlar í skúrum smíðuðu peningakassa
11. nóvember 2019
Steindór og Hallgrímur, meðlimir Karla í skúrum smíðuðu trékassa fyrir Rauða krossinn.
Karlar í skúrum bardúsa ýmislegt. Nú á dögunum smíðuðu þeir Steindór Guðjónsson og Hallgrímur Guðmundsson, meðlimir Karla í skúrum trékassa fyrir Rauða krossinn, en hann verður notaður til þess að flytja erlenda mynt sem safnast og ekki er hægt að koma í verð hérlendis. Kassinn var smíðaður eftir ósk og mun handverkið eflaust koma að góðum notum.
Steindór Guðjónsson er formaður Karla í skúrum í Hafnarfirði og er einnig smíðakennari og húsagagnasmiður. Hallgrímur Guðmundsson er meðstjórnandi Karla í skúrum í Hafnarfirði og húsasmiður.
Karlar í skúrum er samfélagslegt verkefni Rauða krossins í Hafnafirði og Garðabæ sem er opið fyrir alla karlmenn. Skúrinn er umhverfi þar sem karlmenn á öllum aldri geta unnið að sameiginlegum og/eða persónulegum verkefnum sem þeir ákveða sjálfir. Þar skiptast þeir á þekkingu og gefa til samfélagsins í leiðinni. Einstaklega ánægjulegt var að þeir Steindór og Hallgrímur skyldu vera tilbúnir að verða við ósk fjáröflunarsviðs að smíða kassann.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Breytt fyrirkomulag á stuðningi við Grindvíkinga
Innanlandsstarf 01. ágúst 2025Í haust verða gerðar breytingar á stuðningi Rauða krossins við Grindvíkinga sem þurftu að rýma heimili sín vegna jarðhræringanna 10. nóvember 2023. Hætt verður að taka við umsóknum í styrkarsjóðinn Þrótt Grindvíkinga en áfram stutt við einstaklinga með fræðslu og námskeiðum.

Gátu flutt hjálpargögn til Sweida
Alþjóðastarf 30. júlí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins fór ásamt sýrlenska Rauða hálfmánanum í sendiferð til Sweida í suðurhluta Sýrlands með nauðsynleg hjálpargögn og til að meta þarfir íbúanna á svæðinu fyrir frekari aðstoð. Fjölmargt fólk frá Sweida og nágrenni býr á Íslandi.

Palestínskur ljósmyndari hlaut mannúðarverðlaun Visa d’Or
Alþjóðastarf 29. júlí 2025Myndaröð Saher Alghorra um daglegar raunir og þjáningar íbúa Gaza er að mati forseta samtakanna Fréttamanna án landamæra „eins og högg í magann – kraftmikil og harmræn í senn“.