Almennar fréttir
Karlar í skúrum smíðuðu peningakassa
11. nóvember 2019
Steindór og Hallgrímur, meðlimir Karla í skúrum smíðuðu trékassa fyrir Rauða krossinn.
Karlar í skúrum bardúsa ýmislegt. Nú á dögunum smíðuðu þeir Steindór Guðjónsson og Hallgrímur Guðmundsson, meðlimir Karla í skúrum trékassa fyrir Rauða krossinn, en hann verður notaður til þess að flytja erlenda mynt sem safnast og ekki er hægt að koma í verð hérlendis. Kassinn var smíðaður eftir ósk og mun handverkið eflaust koma að góðum notum.
Steindór Guðjónsson er formaður Karla í skúrum í Hafnarfirði og er einnig smíðakennari og húsagagnasmiður. Hallgrímur Guðmundsson er meðstjórnandi Karla í skúrum í Hafnarfirði og húsasmiður.
Karlar í skúrum er samfélagslegt verkefni Rauða krossins í Hafnafirði og Garðabæ sem er opið fyrir alla karlmenn. Skúrinn er umhverfi þar sem karlmenn á öllum aldri geta unnið að sameiginlegum og/eða persónulegum verkefnum sem þeir ákveða sjálfir. Þar skiptast þeir á þekkingu og gefa til samfélagsins í leiðinni. Einstaklega ánægjulegt var að þeir Steindór og Hallgrímur skyldu vera tilbúnir að verða við ósk fjáröflunarsviðs að smíða kassann.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.

Nýtt forvarnarátak: Öryggi barna í sundi
Innanlandsstarf 23. júní 2025„Drukknun er algengari en flestir halda og stundum er því talað um hinn þögla faraldur,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Félagið hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um öryggi barna í sundi í samvinnu við Reykjavíkurborg og Samtök forstöðumanna sundstaða á Íslandi.

Sigríður tekur við formennsku af Silju Báru
Almennar fréttir 19. júní 2025„Ég tek við starfi formanns með mikilli auðmýkt, tilhlökkun og virðingu fyrir öllum þeim sem starfa fyrir Rauða krossinn, bæði sjálfboðaliðum og starfsfólki,“ segir Sigríður Stefánsdóttir, nýr formaður Rauða krossins á Íslandi.