Almennar fréttir
Lausn og flutningur fanga sem voru í haldi í tengslum við átökin í Jemen - rauntímauppfærsla
15. október 2020
Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) veitir upplýsingar í rauntíma á meðan á lausn og flutningi fanga sem voru í haldi í tengslum við átökin í Jemen stendur.
Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) veitir upplýsingar í rauntíma á meðan á lausn og flutningi fanga sem voru í haldi í tengslum við átökin í Jemen stendur.
Meira en 1.000 einstaklingar hafa verið í haldi í tengslum við átök í Jemen en verða nú fluttir til baka til heimahéraða eða heimaríkja sinna með aðstoð Alþjóðaráðsins í stærstu einstöku aðgerð sinnar tegundar síðan átökin hófust fyrir um fimm og hálfu ári síðan.
Alþjóðaráðið sér um flug til og frá nokkrum borgum í tveimur löndum – Jemen og Sádi-Arabíu.
Lausn fanganna kemur í kjölfar viðræðna í Montreux í Sviss í síðasta mánuði sem byggðu á grunni Stokkhólmssamningsins frá seinni hluta ársins 2018. Hlutverk Alþjóðaráðsins í aðgerðinni er að starfa sem hlutlaus milliliður við flutning fyrrum fanga.
Alþjóðaráðið hefur tekið einstaklingsviðtöl og framkvæmt heilbrigðisskoðun á föngunum til að vera viss um að þeir vilji vera fluttir heim og séu nógu heilbrigðir til þess. Alþjóðaráðið veitir föngunum einnig föt, hreinlætisefni og peninga fyrir flutningi heim.
Alþjóðaráðið dreifir hlífðarbúnaði og sinnir sóttvörnum og fjarlægðartakmörkunum í flugvélum og á flugvöllum til verndar gegn COVID-19 smitum. Heilbrigðisstarfsfólk og sjálfboðaliðar frá jemenska Rauða hálfmánanum og sádi-arabíska Rauða hálfmánanum veita aðstoð við flutninginn, þar á meðal að aðstoða veikburða fanga til og frá borði borði sem og sjúkraflutningum.
Hér má fylgjast með aðgerðinni í beinni:
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Við viljum hjálpa börnum og bara öllum“
Almennar fréttir 29. október 2025Þrír níu ára gamlir vinir úr Kársnesinu í Kópavogi gengu í hús og báðu um hluti til að selja á tombólu. Þannig söfnuðu þeir 8.571 krónu fyrir Rauða krossinn.
Hvetja vinnustaði til að bjóða upp á skyndihjálparnámskeið
Innanlandsstarf 27. október 2025„Skyndihjálparnámskeið ættu auðvitað að vera hluti af öryggismenningu allra vinnustaða að okkar mati,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Á skyndihjálparnámskeiðum öðlast fólk þjálfun og færni í að bregðast hratt, rétt og örugglega við í óvæntum og erfiðum aðstæðum.
Fólkið á Gaza þolir enga bið eftir aðstoð
Alþjóðastarf 21. október 2025Um 150 flutningabílar komast nú flesta daga inn á Gaza með mannúðaraðstoð. Þeir þyrftu að vera margfalt fleiri. Vopnahléð hefur ekki fært fólkinu fullkominn frið, segir framkvæmdastjóri Rauða krossins, en opnað mikilvægan glugga til að ná til þess og hann verður að nýta.