Almennar fréttir
Lausn og flutningur fanga sem voru í haldi í tengslum við átökin í Jemen - rauntímauppfærsla
15. október 2020
Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) veitir upplýsingar í rauntíma á meðan á lausn og flutningi fanga sem voru í haldi í tengslum við átökin í Jemen stendur.
Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) veitir upplýsingar í rauntíma á meðan á lausn og flutningi fanga sem voru í haldi í tengslum við átökin í Jemen stendur.
Meira en 1.000 einstaklingar hafa verið í haldi í tengslum við átök í Jemen en verða nú fluttir til baka til heimahéraða eða heimaríkja sinna með aðstoð Alþjóðaráðsins í stærstu einstöku aðgerð sinnar tegundar síðan átökin hófust fyrir um fimm og hálfu ári síðan.
Alþjóðaráðið sér um flug til og frá nokkrum borgum í tveimur löndum – Jemen og Sádi-Arabíu.
Lausn fanganna kemur í kjölfar viðræðna í Montreux í Sviss í síðasta mánuði sem byggðu á grunni Stokkhólmssamningsins frá seinni hluta ársins 2018. Hlutverk Alþjóðaráðsins í aðgerðinni er að starfa sem hlutlaus milliliður við flutning fyrrum fanga.
Alþjóðaráðið hefur tekið einstaklingsviðtöl og framkvæmt heilbrigðisskoðun á föngunum til að vera viss um að þeir vilji vera fluttir heim og séu nógu heilbrigðir til þess. Alþjóðaráðið veitir föngunum einnig föt, hreinlætisefni og peninga fyrir flutningi heim.
Alþjóðaráðið dreifir hlífðarbúnaði og sinnir sóttvörnum og fjarlægðartakmörkunum í flugvélum og á flugvöllum til verndar gegn COVID-19 smitum. Heilbrigðisstarfsfólk og sjálfboðaliðar frá jemenska Rauða hálfmánanum og sádi-arabíska Rauða hálfmánanum veita aðstoð við flutninginn, þar á meðal að aðstoða veikburða fanga til og frá borði borði sem og sjúkraflutningum.
Hér má fylgjast með aðgerðinni í beinni:
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.

Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“

Mikilvægt að fá að vera til staðar fyrir fólk í afplánun
Innanlandsstarf 08. júlí 2025Pétur Kristófersson, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, heimsækir fanga og spjallar við þá um það sem á þeim brennur. Tilgangurinn er að aðstoða þá við undirbúning fyrir lífið eftir afplánun.