Almennar fréttir
Lausn og flutningur fanga sem voru í haldi í tengslum við átökin í Jemen - rauntímauppfærsla
15. október 2020
Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) veitir upplýsingar í rauntíma á meðan á lausn og flutningi fanga sem voru í haldi í tengslum við átökin í Jemen stendur.
Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) veitir upplýsingar í rauntíma á meðan á lausn og flutningi fanga sem voru í haldi í tengslum við átökin í Jemen stendur.
Meira en 1.000 einstaklingar hafa verið í haldi í tengslum við átök í Jemen en verða nú fluttir til baka til heimahéraða eða heimaríkja sinna með aðstoð Alþjóðaráðsins í stærstu einstöku aðgerð sinnar tegundar síðan átökin hófust fyrir um fimm og hálfu ári síðan.
Alþjóðaráðið sér um flug til og frá nokkrum borgum í tveimur löndum – Jemen og Sádi-Arabíu.
Lausn fanganna kemur í kjölfar viðræðna í Montreux í Sviss í síðasta mánuði sem byggðu á grunni Stokkhólmssamningsins frá seinni hluta ársins 2018. Hlutverk Alþjóðaráðsins í aðgerðinni er að starfa sem hlutlaus milliliður við flutning fyrrum fanga.
Alþjóðaráðið hefur tekið einstaklingsviðtöl og framkvæmt heilbrigðisskoðun á föngunum til að vera viss um að þeir vilji vera fluttir heim og séu nógu heilbrigðir til þess. Alþjóðaráðið veitir föngunum einnig föt, hreinlætisefni og peninga fyrir flutningi heim.
Alþjóðaráðið dreifir hlífðarbúnaði og sinnir sóttvörnum og fjarlægðartakmörkunum í flugvélum og á flugvöllum til verndar gegn COVID-19 smitum. Heilbrigðisstarfsfólk og sjálfboðaliðar frá jemenska Rauða hálfmánanum og sádi-arabíska Rauða hálfmánanum veita aðstoð við flutninginn, þar á meðal að aðstoða veikburða fanga til og frá borði borði sem og sjúkraflutningum.
Hér má fylgjast með aðgerðinni í beinni:
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rauði krossinn fjölgar fatakössum á höfuðborgarsvæðinu
Almennar fréttir 18. nóvember 2025Nýjum söfnunarkössum Rauða krossins fyrir fatnað og annan textíl hefur verið komið fyrir við fimm Bónusverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Samtals eru kassarnir því á sjö stöðum á svæðinu og stefnt er á frekari útbreiðslu á næstu misserum.
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.