Almennar fréttir
Laust starf vaktstjóra símavers
04. nóvember 2019
Rauði krossinn auglýsir eftir vaktstjóra símavers í hlutastarf.
Vaktstjóri símavers - hlutastarf
Rauði krossinn á Íslandi leitar að öflugum einstaklingi í starf vaktstjóra í símaver félagsins. Starfið felur í sér umsjón með starfsfólki í símaveri, kynna starfsemi Rauða krossins og bjóða fólki að styrkja samtökin.
Í starfinu gefst tækifæri til að kynnast verkefnum stærstu mannúðarhreyfingu heims og er tilvalið starf með skóla.
Vinnutími:
Um er að ræða hlutastarf þar sem unnið er 4 daga vikunnar. Vinnutíminn er frá kl. 15:00-21.00, mánudaga til fimmtudaga. Hægt er að vinna einn til fjóra daga á viku.
Helstu verkefni:
- Verkefnastjórn í símaveri í samráði við verkefnastjóra
- Móttaka og þjálfun starfsfólks símavers
- Skipulagning vakta starfsfólks símavers
- Ábyrgð á skráningu upplýsinga og gagnaöflun
Hæfniskröfur:
- Áhugi á starfi Rauða krossins
- Leiðtogahæfni, jákvæðni og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Samviskusemi og áreiðanleiki
- Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð
- Reynsla af verkefnastjórnun og/eða sambærilegu starfi er kostur
- Lögð er áhersla á góða íslenskukunnáttu
Nánari upplýsingar veitir:
Björg Kjartansdóttir sviðsstjóri fjáröflunar og kynningarsviðs Rauða krossins, bjorgk(hjá)redcross.is. Sótt er um starfið á Alferð. Umsóknarfrestur er til og með 12. nóvember n.k. Með umsókn skal fylgja ferilskrá.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Breytt fyrirkomulag á stuðningi við Grindvíkinga
Innanlandsstarf 01. ágúst 2025Í haust verða gerðar breytingar á stuðningi Rauða krossins við Grindvíkinga sem þurftu að rýma heimili sín vegna jarðhræringanna 10. nóvember 2023. Hætt verður að taka við umsóknum í styrkarsjóðinn Þrótt Grindvíkinga en áfram stutt við einstaklinga með fræðslu og námskeiðum.

Gátu flutt hjálpargögn til Sweida
Alþjóðastarf 30. júlí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins fór ásamt sýrlenska Rauða hálfmánanum í sendiferð til Sweida í suðurhluta Sýrlands með nauðsynleg hjálpargögn og til að meta þarfir íbúanna á svæðinu fyrir frekari aðstoð. Fjölmargt fólk frá Sweida og nágrenni býr á Íslandi.

Palestínskur ljósmyndari hlaut mannúðarverðlaun Visa d’Or
Alþjóðastarf 29. júlí 2025Myndaröð Saher Alghorra um daglegar raunir og þjáningar íbúa Gaza er að mati forseta samtakanna Fréttamanna án landamæra „eins og högg í magann – kraftmikil og harmræn í senn“.