Almennar fréttir
Laust starf verkefnastjóra
04. nóvember 2019
Rauði krossinn auglýsir eftir verkefnastjóra á kynningar- og fjáröflunarsviði í tímabundið starf.
Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir verkefnastjóra á kynningar- og fjáröflunarsvið í tímabundið starf, 12 mánuðir.
Helstu verkefni:
- Fjáraflanir
- Greining á gögnum
- Markaðs- og kynningarmál
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Góð samskiptahæfni, frumkvæðni og sveigjanleiki skilyrði
- Sjálfstæði í starfi, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
- Þekking og reynsla af fjáröflun
- Þekking og reynsla á greiningu gagn
- Þekking og reynsla af markaðs- og kynningarmálum
- Gott vald á íslenskri og enskri tungu, bæði í ræðu og riti
- Góð almenn tölvukunnátta
Um er að ræða fullt starf og er vinnutími sveigjanlegur frá 08:00-18:00.
Vinnuskylda er 167 klst á mánuði eða 8 klst mán til fim og 6,5 klst á föstudögum.
Umsóknafrestur er til 12. nóvember n.k. Æskilegt að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst. Aðeins er tekið við umsóknum í gegnum Alfreð.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar veitir:
Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri kynningar- og fjáröflunarsviðs, bjorgk@redcross.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Smíðuðu, bökuðu og föndruðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 15. desember 2025„Við völdum Rauða krossinn því okkur finnst þau gera mikið gagn fyrir samfélagið okkar,“ sagði nemandi í Álfhólsskóla á fallegri athöfn þar sem Rauða krossinum var afhent fé sem nemendur söfnuðu á góðgerðardegi í skólanum.
Gerðist sjálfboðaliði eftir að starfsferli lauk
Innanlandsstarf 11. desember 2025Í sjö ár hefur Guðrún Salome Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, tekið vaktir í fatabúðum Rauða krossins. Hún er þar sjálfboðaliði og segir það gefandi og veita sér ánægju.
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.