Almennar fréttir
Laust starf verkefnastjóra
04. nóvember 2019
Rauði krossinn auglýsir eftir verkefnastjóra á kynningar- og fjáröflunarsviði í tímabundið starf.
Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir verkefnastjóra á kynningar- og fjáröflunarsvið í tímabundið starf, 12 mánuðir.
Helstu verkefni:
- Fjáraflanir
- Greining á gögnum
- Markaðs- og kynningarmál
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Góð samskiptahæfni, frumkvæðni og sveigjanleiki skilyrði
- Sjálfstæði í starfi, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
- Þekking og reynsla af fjáröflun
- Þekking og reynsla á greiningu gagn
- Þekking og reynsla af markaðs- og kynningarmálum
- Gott vald á íslenskri og enskri tungu, bæði í ræðu og riti
- Góð almenn tölvukunnátta
Um er að ræða fullt starf og er vinnutími sveigjanlegur frá 08:00-18:00.
Vinnuskylda er 167 klst á mánuði eða 8 klst mán til fim og 6,5 klst á föstudögum.
Umsóknafrestur er til 12. nóvember n.k. Æskilegt að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst. Aðeins er tekið við umsóknum í gegnum Alfreð.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar veitir:
Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri kynningar- og fjáröflunarsviðs, bjorgk@redcross.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Breytt fyrirkomulag á stuðningi við Grindvíkinga
Innanlandsstarf 01. ágúst 2025Í haust verða gerðar breytingar á stuðningi Rauða krossins við Grindvíkinga sem þurftu að rýma heimili sín vegna jarðhræringanna 10. nóvember 2023. Hætt verður að taka við umsóknum í styrkarsjóðinn Þrótt Grindvíkinga en áfram stutt við einstaklinga með fræðslu og námskeiðum.

Gátu flutt hjálpargögn til Sweida
Alþjóðastarf 30. júlí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins fór ásamt sýrlenska Rauða hálfmánanum í sendiferð til Sweida í suðurhluta Sýrlands með nauðsynleg hjálpargögn og til að meta þarfir íbúanna á svæðinu fyrir frekari aðstoð. Fjölmargt fólk frá Sweida og nágrenni býr á Íslandi.

Palestínskur ljósmyndari hlaut mannúðarverðlaun Visa d’Or
Alþjóðastarf 29. júlí 2025Myndaröð Saher Alghorra um daglegar raunir og þjáningar íbúa Gaza er að mati forseta samtakanna Fréttamanna án landamæra „eins og högg í magann – kraftmikil og harmræn í senn“.