Almennar fréttir
Laust starf verkefnastjóra
04. nóvember 2019
Rauði krossinn auglýsir eftir verkefnastjóra á kynningar- og fjáröflunarsviði í tímabundið starf.
Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir verkefnastjóra á kynningar- og fjáröflunarsvið í tímabundið starf, 12 mánuðir.
Helstu verkefni:
- Fjáraflanir
- Greining á gögnum
- Markaðs- og kynningarmál
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Góð samskiptahæfni, frumkvæðni og sveigjanleiki skilyrði
- Sjálfstæði í starfi, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
- Þekking og reynsla af fjáröflun
- Þekking og reynsla á greiningu gagn
- Þekking og reynsla af markaðs- og kynningarmálum
- Gott vald á íslenskri og enskri tungu, bæði í ræðu og riti
- Góð almenn tölvukunnátta
Um er að ræða fullt starf og er vinnutími sveigjanlegur frá 08:00-18:00.
Vinnuskylda er 167 klst á mánuði eða 8 klst mán til fim og 6,5 klst á föstudögum.
Umsóknafrestur er til 12. nóvember n.k. Æskilegt að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst. Aðeins er tekið við umsóknum í gegnum Alfreð.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar veitir:
Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri kynningar- og fjáröflunarsviðs, bjorgk@redcross.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.

Nýtt forvarnarátak: Öryggi barna í sundi
Innanlandsstarf 23. júní 2025„Drukknun er algengari en flestir halda og stundum er því talað um hinn þögla faraldur,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Félagið hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um öryggi barna í sundi í samvinnu við Reykjavíkurborg og Samtök forstöðumanna sundstaða á Íslandi.

Sigríður tekur við formennsku af Silju Báru
Almennar fréttir 19. júní 2025„Ég tek við starfi formanns með mikilli auðmýkt, tilhlökkun og virðingu fyrir öllum þeim sem starfa fyrir Rauða krossinn, bæði sjálfboðaliðum og starfsfólki,“ segir Sigríður Stefánsdóttir, nýr formaður Rauða krossins á Íslandi.