Almennar fréttir
Laust starf verkefnastjóra
04. nóvember 2019
Rauði krossinn auglýsir eftir verkefnastjóra á kynningar- og fjáröflunarsviði í tímabundið starf.
Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir verkefnastjóra á kynningar- og fjáröflunarsvið í tímabundið starf, 12 mánuðir.
Helstu verkefni:
- Fjáraflanir
- Greining á gögnum
- Markaðs- og kynningarmál
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Góð samskiptahæfni, frumkvæðni og sveigjanleiki skilyrði
- Sjálfstæði í starfi, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
- Þekking og reynsla af fjáröflun
- Þekking og reynsla á greiningu gagn
- Þekking og reynsla af markaðs- og kynningarmálum
- Gott vald á íslenskri og enskri tungu, bæði í ræðu og riti
- Góð almenn tölvukunnátta
Um er að ræða fullt starf og er vinnutími sveigjanlegur frá 08:00-18:00.
Vinnuskylda er 167 klst á mánuði eða 8 klst mán til fim og 6,5 klst á föstudögum.
Umsóknafrestur er til 12. nóvember n.k. Æskilegt að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst. Aðeins er tekið við umsóknum í gegnum Alfreð.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar veitir:
Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri kynningar- og fjáröflunarsviðs, bjorgk@redcross.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Aldrei fleiri samtöl vegna sjálfsvígshugsana
Innanlandsstarf 22. janúar 2026„Þrátt fyrir að hafa reglulega yfir árið tekið saman tölur um fjölda sjálfsvígssamtala sem berast 1717, og vera meðvituð um að samtölin hafa verið að þyngjast og verða alvarlegri, þá er okkur brugðið yfir heildarsamantekt ársins,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri heilbrigðisverkefna hjá Rauða krossinum.
Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands
Almennar fréttir 21. janúar 2026„Þróunarsamvinna er grundvöllur friðar, stöðugleika, trausts og öryggis í heiminum,“ skrifa framkvæmdastjórar sex mannúðarfélaga. „Brýnt er að stefna Íslands í varnar- og öryggismálum taki mið af því og að litið verði á öfluga þróunarsamvinnu sem hluta af öryggishagsmunum Íslands.“
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.