Almennar fréttir
Laust starf verkefnastjóra
04. nóvember 2019
Rauði krossinn auglýsir eftir verkefnastjóra á kynningar- og fjáröflunarsviði í tímabundið starf.
Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir verkefnastjóra á kynningar- og fjáröflunarsvið í tímabundið starf, 12 mánuðir.
Helstu verkefni:
- Fjáraflanir
- Greining á gögnum
- Markaðs- og kynningarmál
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Góð samskiptahæfni, frumkvæðni og sveigjanleiki skilyrði
- Sjálfstæði í starfi, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
- Þekking og reynsla af fjáröflun
- Þekking og reynsla á greiningu gagn
- Þekking og reynsla af markaðs- og kynningarmálum
- Gott vald á íslenskri og enskri tungu, bæði í ræðu og riti
- Góð almenn tölvukunnátta
Um er að ræða fullt starf og er vinnutími sveigjanlegur frá 08:00-18:00.
Vinnuskylda er 167 klst á mánuði eða 8 klst mán til fim og 6,5 klst á föstudögum.
Umsóknafrestur er til 12. nóvember n.k. Æskilegt að viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst. Aðeins er tekið við umsóknum í gegnum Alfreð.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar veitir:
Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri kynningar- og fjáröflunarsviðs, bjorgk@redcross.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hópastarf sem valdeflir hinsegin fólk á flótta
Innanlandsstarf 08. september 2025Alþjóðsamband Rauða krossins segir hópastarf á vegum Rauða krossins á Íslandi fyrir hinsegin fólk á flótta búa til einstakt umhverfi „þar sem þátttakendur upplifa viðurkenningu, virði og valdeflast“. Þátttakendur lýsa hópnum sem öruggu rými til að deila reynslu af áföllum og mismunun.

50 milljónir króna til neyðarsjúkrahússins á Gaza
Alþjóðastarf 03. september 2025Með stuðningi Mannvina og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt neyðarsjúkrahús Rauða krossins á Gaza um 50 milljónir króna. „Neyðarsjúkrahúsið er líflína þúsunda í hörmungunum miðjum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins.

„Við höfum öll eitthvað fram að færa“
Almennar fréttir 02. september 2025Hadia Rahman, nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir frá flóttanum frá Afganistan og hvað fjölskyldan hefur lagt á sig til að eiga gott líf á Íslandi.