Almennar fréttir
Matráður óskast
15. október 2019
Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir matráði í 25 - 60% starf til að sjá um mötuneyti félagsins í Efstaleiti 9 í Reykjavík.
Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir matráði í 25 - 60% starf til að sjá um mötuneyti félagsins í Efstaleiti 9 í Reykjavík.
Mötuneyti Rauða krossins er móttökueldhús þar sem ýmist er boðið upp á aðsendan mat í hitabökkum eða léttan hádegisverð fyrir allt að 50 manns. Þá sér matráður um fundakaffi og umsjón með kaffistofu fyrir starfsmenn og gesti Rauða krossins.
Vinnutími er frá kl. 9-14 alla virka daga (60%).
Möguleiki er á ráðningu í minna starfshlutfall s.s. 2-3 daga í viku.
Helstu verkefni:
- Framreiðsla á aðsendum mat
- Eldun og framreiðsla á súpu, salati og öðrum léttum hádegismat
- Umsjón með kaffistofu
- Frágangur, þrif og sótthreinsun í mötuneyti og kaffistofu
- Innkaup á matvörum
- Gæðaeftirlit
- Önnur verkefni sem stjórnandi felur starfsmanni
Hæfniskröfur:
- Reynsla af sambærilegum störfum kostur
- Menntun/þjálfun á sviði matvælagreina kostur
- Gild ökuréttindi
Umsóknarfrestur er til og með 20. október 2019.
Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sveinborg Hafliðadóttir, mannauðsstjóri ( bogga@redcross.is ).
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.
Söfnunarfé frá almenningi til Mjanmar
Alþjóðastarf 04. nóvember 2025Fé sem safnaðist í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í kjölfar jarðskjálftanna í Mjanmar í lok mars mun nýtast Rauða krossinum þar í landi til áframhaldandi stuðnings við þolendur hamfaranna.