Almennar fréttir
Matráður óskast
15. október 2019
Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir matráði í 25 - 60% starf til að sjá um mötuneyti félagsins í Efstaleiti 9 í Reykjavík.
Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir matráði í 25 - 60% starf til að sjá um mötuneyti félagsins í Efstaleiti 9 í Reykjavík.
Mötuneyti Rauða krossins er móttökueldhús þar sem ýmist er boðið upp á aðsendan mat í hitabökkum eða léttan hádegisverð fyrir allt að 50 manns. Þá sér matráður um fundakaffi og umsjón með kaffistofu fyrir starfsmenn og gesti Rauða krossins.
Vinnutími er frá kl. 9-14 alla virka daga (60%).
Möguleiki er á ráðningu í minna starfshlutfall s.s. 2-3 daga í viku.
Helstu verkefni:
- Framreiðsla á aðsendum mat
- Eldun og framreiðsla á súpu, salati og öðrum léttum hádegismat
- Umsjón með kaffistofu
- Frágangur, þrif og sótthreinsun í mötuneyti og kaffistofu
- Innkaup á matvörum
- Gæðaeftirlit
- Önnur verkefni sem stjórnandi felur starfsmanni
Hæfniskröfur:
- Reynsla af sambærilegum störfum kostur
- Menntun/þjálfun á sviði matvælagreina kostur
- Gild ökuréttindi
Umsóknarfrestur er til og með 20. október 2019.
Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sveinborg Hafliðadóttir, mannauðsstjóri ( bogga@redcross.is ).
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Greiðsluseðlar vegna sjúkraflutninga eingöngu rafrænir
Almennar fréttir 28. nóvember 2025Rauði krossinn hefur nú hætt að prenta út og senda greiðsluseðla til þeirra sem hafa þurft að nýta sér þjónustu sjúkrabíla. Seðlarnir eru þar með eingöngu rafrænir og verða sendir í heimabanka.
Jólamerkimiðar Rauða krossins komnir út
Almennar fréttir 27. nóvember 2025Verkefni Rauða krossins á Íslandi í heila öld eru þemað á fallegum myndum sem prýða jólamerkimiða félagsins í ár. Miðunum hefur þegar verið dreift inn á heimili á höfuðborgarsvæðinu og þá verður hægt að nálgast víða um landið á næstu dögum.
Rauði krossinn fjölgar fatakössum á höfuðborgarsvæðinu
Almennar fréttir 18. nóvember 2025Nýjum söfnunarkössum Rauða krossins fyrir fatnað og annan textíl hefur verið komið fyrir við fimm Bónusverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Samtals eru kassarnir því á sjö stöðum á svæðinu og stefnt er á frekari útbreiðslu á næstu misserum.