Almennar fréttir
Matráður óskast
15. október 2019
Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir matráði í 25 - 60% starf til að sjá um mötuneyti félagsins í Efstaleiti 9 í Reykjavík.
Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir matráði í 25 - 60% starf til að sjá um mötuneyti félagsins í Efstaleiti 9 í Reykjavík.
Mötuneyti Rauða krossins er móttökueldhús þar sem ýmist er boðið upp á aðsendan mat í hitabökkum eða léttan hádegisverð fyrir allt að 50 manns. Þá sér matráður um fundakaffi og umsjón með kaffistofu fyrir starfsmenn og gesti Rauða krossins.
Vinnutími er frá kl. 9-14 alla virka daga (60%).
Möguleiki er á ráðningu í minna starfshlutfall s.s. 2-3 daga í viku.
Helstu verkefni:
- Framreiðsla á aðsendum mat
- Eldun og framreiðsla á súpu, salati og öðrum léttum hádegismat
- Umsjón með kaffistofu
- Frágangur, þrif og sótthreinsun í mötuneyti og kaffistofu
- Innkaup á matvörum
- Gæðaeftirlit
- Önnur verkefni sem stjórnandi felur starfsmanni
Hæfniskröfur:
- Reynsla af sambærilegum störfum kostur
- Menntun/þjálfun á sviði matvælagreina kostur
- Gild ökuréttindi
Umsóknarfrestur er til og með 20. október 2019.
Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sveinborg Hafliðadóttir, mannauðsstjóri ( bogga@redcross.is ).
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hópastarf sem valdeflir hinsegin fólk á flótta
Innanlandsstarf 08. september 2025Alþjóðsamband Rauða krossins segir hópastarf á vegum Rauða krossins á Íslandi fyrir hinsegin fólk á flótta búa til einstakt umhverfi „þar sem þátttakendur upplifa viðurkenningu, virði og valdeflast“. Þátttakendur lýsa hópnum sem öruggu rými til að deila reynslu af áföllum og mismunun.

50 milljónir króna til neyðarsjúkrahússins á Gaza
Alþjóðastarf 03. september 2025Með stuðningi Mannvina og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt neyðarsjúkrahús Rauða krossins á Gaza um 50 milljónir króna. „Neyðarsjúkrahúsið er líflína þúsunda í hörmungunum miðjum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins.

„Við höfum öll eitthvað fram að færa“
Almennar fréttir 02. september 2025Hadia Rahman, nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir frá flóttanum frá Afganistan og hvað fjölskyldan hefur lagt á sig til að eiga gott líf á Íslandi.