Almennar fréttir
Matráður óskast
15. október 2019
Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir matráði í 25 - 60% starf til að sjá um mötuneyti félagsins í Efstaleiti 9 í Reykjavík.
Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir matráði í 25 - 60% starf til að sjá um mötuneyti félagsins í Efstaleiti 9 í Reykjavík.
Mötuneyti Rauða krossins er móttökueldhús þar sem ýmist er boðið upp á aðsendan mat í hitabökkum eða léttan hádegisverð fyrir allt að 50 manns. Þá sér matráður um fundakaffi og umsjón með kaffistofu fyrir starfsmenn og gesti Rauða krossins.
Vinnutími er frá kl. 9-14 alla virka daga (60%).
Möguleiki er á ráðningu í minna starfshlutfall s.s. 2-3 daga í viku.
Helstu verkefni:
- Framreiðsla á aðsendum mat
- Eldun og framreiðsla á súpu, salati og öðrum léttum hádegismat
- Umsjón með kaffistofu
- Frágangur, þrif og sótthreinsun í mötuneyti og kaffistofu
- Innkaup á matvörum
- Gæðaeftirlit
- Önnur verkefni sem stjórnandi felur starfsmanni
Hæfniskröfur:
- Reynsla af sambærilegum störfum kostur
- Menntun/þjálfun á sviði matvælagreina kostur
- Gild ökuréttindi
Umsóknarfrestur er til og með 20. október 2019.
Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sveinborg Hafliðadóttir, mannauðsstjóri ( bogga@redcross.is ).
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.