Almennar fréttir
Matráður óskast
15. október 2019
Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir matráði í 25 - 60% starf til að sjá um mötuneyti félagsins í Efstaleiti 9 í Reykjavík.
Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir matráði í 25 - 60% starf til að sjá um mötuneyti félagsins í Efstaleiti 9 í Reykjavík.
Mötuneyti Rauða krossins er móttökueldhús þar sem ýmist er boðið upp á aðsendan mat í hitabökkum eða léttan hádegisverð fyrir allt að 50 manns. Þá sér matráður um fundakaffi og umsjón með kaffistofu fyrir starfsmenn og gesti Rauða krossins.
Vinnutími er frá kl. 9-14 alla virka daga (60%).
Möguleiki er á ráðningu í minna starfshlutfall s.s. 2-3 daga í viku.
Helstu verkefni:
- Framreiðsla á aðsendum mat
- Eldun og framreiðsla á súpu, salati og öðrum léttum hádegismat
- Umsjón með kaffistofu
- Frágangur, þrif og sótthreinsun í mötuneyti og kaffistofu
- Innkaup á matvörum
- Gæðaeftirlit
- Önnur verkefni sem stjórnandi felur starfsmanni
Hæfniskröfur:
- Reynsla af sambærilegum störfum kostur
- Menntun/þjálfun á sviði matvælagreina kostur
- Gild ökuréttindi
Umsóknarfrestur er til og með 20. október 2019.
Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sveinborg Hafliðadóttir, mannauðsstjóri ( bogga@redcross.is ).
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Breytt fyrirkomulag á stuðningi við Grindvíkinga
Innanlandsstarf 01. ágúst 2025Í haust verða gerðar breytingar á stuðningi Rauða krossins við Grindvíkinga sem þurftu að rýma heimili sín vegna jarðhræringanna 10. nóvember 2023. Hætt verður að taka við umsóknum í styrkarsjóðinn Þrótt Grindvíkinga en áfram stutt við einstaklinga með fræðslu og námskeiðum.

Gátu flutt hjálpargögn til Sweida
Alþjóðastarf 30. júlí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins fór ásamt sýrlenska Rauða hálfmánanum í sendiferð til Sweida í suðurhluta Sýrlands með nauðsynleg hjálpargögn og til að meta þarfir íbúanna á svæðinu fyrir frekari aðstoð. Fjölmargt fólk frá Sweida og nágrenni býr á Íslandi.

Palestínskur ljósmyndari hlaut mannúðarverðlaun Visa d’Or
Alþjóðastarf 29. júlí 2025Myndaröð Saher Alghorra um daglegar raunir og þjáningar íbúa Gaza er að mati forseta samtakanna Fréttamanna án landamæra „eins og högg í magann – kraftmikil og harmræn í senn“.