Almennar fréttir
Misbrigði V - LHÍ og Rauði krossinn í samstarfi
15. nóvember 2019
Rauði krossinn hefur um fimm ára skeið verið í samstarfi við hönnunar- og arkitektúradeild Listaháskóla Íslands.
Rauði krossinn hefur um fimm ára skeið verið í samstarfi við hönnunar- og arkitektúradeild Listaháskóla Íslands.
Í dag, föstudaginn 15. nóvember verður opnuð sýningin Misbrigði V í Þverholti 11.
Með Misbrigðum V eru skoðaðar leiðir til að skapa nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum með þekkingu og aðferðafræði hönnunar að vopni.
Nemendurnir eru 9 talsins og hannaði hver og einn nemandi tískulínu sem samanstendur af þremur heildarútlitum, verkin eru því í heildina talið 27 og því af nægu að taka. Fataiðnaðurinn er einn sá mest mengandi í heiminum og stöðug áhersla er lögð á að minnka framleiðslu fatnaðar. Það að draga þurfi úr framleiðslu og breyta aðferðum þarf hinsvegar ekki að koma niður á sjálfri sköpunargleðinni. Þvert á móti munum við líklega hafa enn meiri þörf fyrir sköpun og þekkingu þar sem gömul klæði og efni eru glædd nýju lífi og textíll er endurunninn á skapandi hátt.
Markmið verkefnisins er að vekja athygli nemenda á sjálfbærni. Í áfanganum ræða þeir neysluhegðun samfélagins í samhengi við viðtekin gildi, atvinnulíf og hagkerfi. Vakin er athygli á því hvernig fatakaup eiga sér stað, hvað hefur raunverulegt gildi og hvað ekki. Möguleikar sköpunar og þekkingar eru skoðaðir í samhengi við endurvinnslu. Nemendur vinna einungis með notuð föt og afganga við sköpun sína; ekkert nýtt er keypt.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Breytt fyrirkomulag á stuðningi við Grindvíkinga
Innanlandsstarf 01. ágúst 2025Í haust verða gerðar breytingar á stuðningi Rauða krossins við Grindvíkinga sem þurftu að rýma heimili sín vegna jarðhræringanna 10. nóvember 2023. Hætt verður að taka við umsóknum í styrkarsjóðinn Þrótt Grindvíkinga en áfram stutt við einstaklinga með fræðslu og námskeiðum.

Gátu flutt hjálpargögn til Sweida
Alþjóðastarf 30. júlí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins fór ásamt sýrlenska Rauða hálfmánanum í sendiferð til Sweida í suðurhluta Sýrlands með nauðsynleg hjálpargögn og til að meta þarfir íbúanna á svæðinu fyrir frekari aðstoð. Fjölmargt fólk frá Sweida og nágrenni býr á Íslandi.

Palestínskur ljósmyndari hlaut mannúðarverðlaun Visa d’Or
Alþjóðastarf 29. júlí 2025Myndaröð Saher Alghorra um daglegar raunir og þjáningar íbúa Gaza er að mati forseta samtakanna Fréttamanna án landamæra „eins og högg í magann – kraftmikil og harmræn í senn“.