Almennar fréttir
Misbrigði V - LHÍ og Rauði krossinn í samstarfi
15. nóvember 2019
Rauði krossinn hefur um fimm ára skeið verið í samstarfi við hönnunar- og arkitektúradeild Listaháskóla Íslands.
Rauði krossinn hefur um fimm ára skeið verið í samstarfi við hönnunar- og arkitektúradeild Listaháskóla Íslands.
Í dag, föstudaginn 15. nóvember verður opnuð sýningin Misbrigði V í Þverholti 11.
Með Misbrigðum V eru skoðaðar leiðir til að skapa nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum með þekkingu og aðferðafræði hönnunar að vopni.
Nemendurnir eru 9 talsins og hannaði hver og einn nemandi tískulínu sem samanstendur af þremur heildarútlitum, verkin eru því í heildina talið 27 og því af nægu að taka. Fataiðnaðurinn er einn sá mest mengandi í heiminum og stöðug áhersla er lögð á að minnka framleiðslu fatnaðar. Það að draga þurfi úr framleiðslu og breyta aðferðum þarf hinsvegar ekki að koma niður á sjálfri sköpunargleðinni. Þvert á móti munum við líklega hafa enn meiri þörf fyrir sköpun og þekkingu þar sem gömul klæði og efni eru glædd nýju lífi og textíll er endurunninn á skapandi hátt.
Markmið verkefnisins er að vekja athygli nemenda á sjálfbærni. Í áfanganum ræða þeir neysluhegðun samfélagins í samhengi við viðtekin gildi, atvinnulíf og hagkerfi. Vakin er athygli á því hvernig fatakaup eiga sér stað, hvað hefur raunverulegt gildi og hvað ekki. Möguleikar sköpunar og þekkingar eru skoðaðir í samhengi við endurvinnslu. Nemendur vinna einungis með notuð föt og afganga við sköpun sína; ekkert nýtt er keypt.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.