Almennar fréttir
Neyðarsöfnun vegna þurrka í Namibíu
12. desember 2019
Hópur fólks hefur í samstarfi við Rauða krossinn hafið söfnun vegna þurrka í Namibíu.
Vegna mikilla þurrka sem rekja má til loftlagsbreytinga ógnar fæðuóöryggi allt að 11 milljón manna í sunnanverðri Afríku. Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) hefur sent frá sér neyðarbeiðni til alþjóðasamfélagsins auk landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans um að bregðast við og aðstoða við fjármögnun á mataraðstoð og landbúnaðaraðstoð á þeim svæðum sem hafa orðið hvað verst út. Rauða kross hreyfingin undirbýr nú aðgerðir í Namibíu, Mósambík, Zambíu og fleiri löndum í sunnanverðri Afríku.
Í Namibíu er áætlað að tæplega 290.000 manns þurfi á mataraðstoð að halda. Í samstarfi við Rauða krossinn á Íslandi er blásið til söfnunar meðal Íslendinga til að safna fé fyrir neyðaraðstoð í Namibíu. Allt fé sem safnast verður nýtt til að efla landbúnað, auka aðgengi að vatni auk peninga- og matargjafa til þeirra sem verst hafa orðið úti í þurrkunum í Namibíu, en Rauði krossinn einbeitir sér að um 15.000 manns sem mest þurfa á aðstoð að halda.
\"Íslendingar eru um 350.000 talsins. Ef hvert mannsbarn leggur til 300 krónur getum við á svip stundu safnað um 100 milljónum króna sem myndu renna beint til þurfandi í Namibíu. Þannig myndum við bjarga mörgum mannslífum hjá þessari vinaþjóð okkar. Öll getum við séð af þeirri upphæð og jafnvel meiru til\" segir í tilkynningu frá aðstandendum söfnunarinnar.
Þú getur stutt neyðarsöfnunina um 900 kr. með því að senda SMS-ið NAMIBIA í númerið 1900. Eins er hægt að leggja inn á söfnunarreikning Rauða krossins nr. 0342-26-12, kt. 530269-2649, nota Kass eða Aur númerið 123 570 4000.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.

Nýtt forvarnarátak: Öryggi barna í sundi
Innanlandsstarf 23. júní 2025„Drukknun er algengari en flestir halda og stundum er því talað um hinn þögla faraldur,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Félagið hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um öryggi barna í sundi í samvinnu við Reykjavíkurborg og Samtök forstöðumanna sundstaða á Íslandi.

Sigríður tekur við formennsku af Silju Báru
Almennar fréttir 19. júní 2025„Ég tek við starfi formanns með mikilli auðmýkt, tilhlökkun og virðingu fyrir öllum þeim sem starfa fyrir Rauða krossinn, bæði sjálfboðaliðum og starfsfólki,“ segir Sigríður Stefánsdóttir, nýr formaður Rauða krossins á Íslandi.