Almennar fréttir
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
03. desember 2024
Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ.
Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum, meðal annars fyrir Sjálfsbjörg - landssamband hreyfihamlaðra og Hollvini Grensásdeildar Landspítala.
Framlög til söfnunarinnar eru frádráttarbær samkvæmt lögum 32/2021 um skattalega hvata til stuðnings við almannaheillastarfsemi. Frádráttur lögaðila vegna slíkra framlaga getur numið allt að 1,5% af heildartekjum á því ári sem stuðningurinn er veittur. Allur ágóði af afmælissöfnuninni rennur til innlendrar starfsemi RKÍ.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Fólkið á Gaza þolir enga bið eftir aðstoð
Alþjóðastarf 21. október 2025Um 150 flutningabílar komast nú flesta daga inn á Gaza með mannúðaraðstoð. Þeir þyrftu að vera margfalt fleiri. Vopnahléð hefur ekki fært fólkinu fullkominn frið, segir framkvæmdastjóri Rauða krossins, en opnað mikilvægan glugga til að ná til þess og hann verður að nýta.

Flóttafólk vill tækifæri til að tala íslensku
Innanlandsstarf 16. október 2025Auður Guðjónsdóttir ákvað að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum er hún hætti að vinna sem kennari. Hún kennir fólki á flótta íslensku og segir það gefandi og ánægjulegt að finna löngun nemendanna til að læra tungumálið okkar.

Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.