Almennar fréttir
Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co
03. desember 2024
Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ.
Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum, meðal annars fyrir Sjálfsbjörg - landssamband hreyfihamlaðra og Hollvini Grensásdeildar Landspítala.
Framlög til söfnunarinnar eru frádráttarbær samkvæmt lögum 32/2021 um skattalega hvata til stuðnings við almannaheillastarfsemi. Frádráttur lögaðila vegna slíkra framlaga getur numið allt að 1,5% af heildartekjum á því ári sem stuðningurinn er veittur. Allur ágóði af afmælissöfnuninni rennur til innlendrar starfsemi RKÍ.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.

Máluðu myndir og seldu vegfarendum
Almennar fréttir 12. september 2025Frænkurnar Theodóra Guðrún Kaaber og Þórunn Björk Kaaber afhentu Rauða krossinum nýverið fé sem þær höfðu safnað fyrir fólk á Gaza og önnur verkefni félagsins.

Þekkir kasmírull úr margra metra fjarlægð
Innanlandsstarf 11. september 2025Staflar af fötum og öðrum textíl. Tonn á tonn ofan. Mörg slík á dag. Sumar flíkurnar handónýtar. Aðrar lélegar. „En inn á milli leynast oft gullmolar,“ segir Guðbjörg Rut Pálmadóttir, teymisstjóri fatasöfnunar hjá Rauða krossinum.