Almennar fréttir
Rauði krossinn á Íslandi leitar að öflugum og drífandi einstaklingum til að starfa í símaveri félagsins
03. júní 2019
Rauði krossinn á Íslandi leitar að öflugum og drífandi einstaklingum til að starfa í símaveri félagsins. Starfið felur í sér að kynna starfsemi Rauða krossins og bjóða fólki að styrkja samtökin
Starfið felur í sér að kynna starfsemi Rauða krossins og bjóða fólki að styrkja samtökin. Um er að ræða hlutastarf þar sem unnið er 2-3 vaktir á viku. Vinnutíminn er á kvöldin frá kl. 17-21, mánudaga til fimmtudaga. Í starfinu gefst tækifæri á að kynnast verkefnum stærstu mannúðarhreyfingu heims og er tilvalið starf með skóla.
Hæfniskröfur:
- Áhugi á verkefnum Rauða krossins
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Samviskusemi og áreiðanleiki
- Góð færni í íslensku er skilyrði
- Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
Sótt er um starfið í gegnum Alfreð. Eingöngu 18 ára og eldri koma til greina.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun stöðugildanna þegar ákvörðun um ráðningar hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar veitir:
Ómar Búi Sævarsson, omarbui@redcross.is, vaktstjóri í úthringiveri.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hópastarf sem valdeflir hinsegin fólk á flótta
Innanlandsstarf 08. september 2025Alþjóðsamband Rauða krossins segir hópastarf á vegum Rauða krossins á Íslandi fyrir hinsegin fólk á flótta búa til einstakt umhverfi „þar sem þátttakendur upplifa viðurkenningu, virði og valdeflast“. Þátttakendur lýsa hópnum sem öruggu rými til að deila reynslu af áföllum og mismunun.

50 milljónir króna til neyðarsjúkrahússins á Gaza
Alþjóðastarf 03. september 2025Með stuðningi Mannvina og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt neyðarsjúkrahús Rauða krossins á Gaza um 50 milljónir króna. „Neyðarsjúkrahúsið er líflína þúsunda í hörmungunum miðjum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins.

„Við höfum öll eitthvað fram að færa“
Almennar fréttir 02. september 2025Hadia Rahman, nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir frá flóttanum frá Afganistan og hvað fjölskyldan hefur lagt á sig til að eiga gott líf á Íslandi.