Almennar fréttir
Rauði krossinn á Íslandi leitar að öflugum og drífandi einstaklingum til að starfa í símaveri félagsins
03. júní 2019
Rauði krossinn á Íslandi leitar að öflugum og drífandi einstaklingum til að starfa í símaveri félagsins. Starfið felur í sér að kynna starfsemi Rauða krossins og bjóða fólki að styrkja samtökin
Starfið felur í sér að kynna starfsemi Rauða krossins og bjóða fólki að styrkja samtökin. Um er að ræða hlutastarf þar sem unnið er 2-3 vaktir á viku. Vinnutíminn er á kvöldin frá kl. 17-21, mánudaga til fimmtudaga. Í starfinu gefst tækifæri á að kynnast verkefnum stærstu mannúðarhreyfingu heims og er tilvalið starf með skóla.
Hæfniskröfur:
- Áhugi á verkefnum Rauða krossins
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Samviskusemi og áreiðanleiki
- Góð færni í íslensku er skilyrði
- Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
Sótt er um starfið í gegnum Alfreð. Eingöngu 18 ára og eldri koma til greina.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun stöðugildanna þegar ákvörðun um ráðningar hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar veitir:
Ómar Búi Sævarsson, omarbui@redcross.is, vaktstjóri í úthringiveri.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Palestínskur ljósmyndari hlaut mannúðarverðlaun Visa d’Or
Alþjóðastarf 29. júlí 2025Myndaröð Saher Alghorra um daglegar raunir og þjáningar íbúa Gaza er að mati forseta samtakanna Fréttamanna án landamæra „eins og högg í magann – kraftmikil og harmræn í senn“.

Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum
Innanlandsstarf 23. júlí 2025„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.

Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.