Almennar fréttir
Rauði krossinn á Íslandi leitar að öflugum og drífandi einstaklingum til að starfa í símaveri félagsins
03. júní 2019
Rauði krossinn á Íslandi leitar að öflugum og drífandi einstaklingum til að starfa í símaveri félagsins. Starfið felur í sér að kynna starfsemi Rauða krossins og bjóða fólki að styrkja samtökin
Starfið felur í sér að kynna starfsemi Rauða krossins og bjóða fólki að styrkja samtökin. Um er að ræða hlutastarf þar sem unnið er 2-3 vaktir á viku. Vinnutíminn er á kvöldin frá kl. 17-21, mánudaga til fimmtudaga. Í starfinu gefst tækifæri á að kynnast verkefnum stærstu mannúðarhreyfingu heims og er tilvalið starf með skóla.
Hæfniskröfur:
- Áhugi á verkefnum Rauða krossins
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Samviskusemi og áreiðanleiki
- Góð færni í íslensku er skilyrði
- Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
Sótt er um starfið í gegnum Alfreð. Eingöngu 18 ára og eldri koma til greina.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun stöðugildanna þegar ákvörðun um ráðningar hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar veitir:
Ómar Búi Sævarsson, omarbui@redcross.is, vaktstjóri í úthringiveri.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rauði krossinn fjölgar fatakössum á höfuðborgarsvæðinu
Almennar fréttir 18. nóvember 2025Nýjum söfnunarkössum Rauða krossins fyrir fatnað og annan textíl hefur verið komið fyrir við fimm Bónusverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Samtals eru kassarnir því á sjö stöðum á svæðinu og stefnt er á frekari útbreiðslu á næstu misserum.
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.