Almennar fréttir
Rauði krossinn á Íslandi leitar að öflugum og drífandi einstaklingum til að starfa í símaveri félagsins
03. júní 2019
Rauði krossinn á Íslandi leitar að öflugum og drífandi einstaklingum til að starfa í símaveri félagsins. Starfið felur í sér að kynna starfsemi Rauða krossins og bjóða fólki að styrkja samtökin
Starfið felur í sér að kynna starfsemi Rauða krossins og bjóða fólki að styrkja samtökin. Um er að ræða hlutastarf þar sem unnið er 2-3 vaktir á viku. Vinnutíminn er á kvöldin frá kl. 17-21, mánudaga til fimmtudaga. Í starfinu gefst tækifæri á að kynnast verkefnum stærstu mannúðarhreyfingu heims og er tilvalið starf með skóla.
Hæfniskröfur:
- Áhugi á verkefnum Rauða krossins
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Samviskusemi og áreiðanleiki
- Góð færni í íslensku er skilyrði
- Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
Sótt er um starfið í gegnum Alfreð. Eingöngu 18 ára og eldri koma til greina.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun stöðugildanna þegar ákvörðun um ráðningar hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar veitir:
Ómar Búi Sævarsson, omarbui@redcross.is, vaktstjóri í úthringiveri.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.