Almennar fréttir
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
31. október 2024

Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.
Heit um:
- Varnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi í vopnuðum átökum.
- Varnir gegn kynferðislegri misneytingu og misnotkun.
- Að talað verði fyrir virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum, þ.m.t. varðandi notkun sprengjuvopna í þéttbýli.
- Þátttaka í röð norrænna málþinga um alþjóðlegan mannúðarrétt á næstu árum.
- Samnorrænt heit um vernd umhverfis í vopnuðum átökum.
Einar Gunnarsson sendiherra og fastafulltrúi Íslands í Genf undirritaði heitin fyrir hönd stjórnvalda og Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri fyrir hönd Rauða krossins á alþjóðaráðstefnu Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Alþjóðaráðstefna Rauða krossins og Rauða hálfmánans stendur yfir í Genf í Sviss. Ráðstefnan var fyrst haldin í París árið 1867 og hefur síðan verið sameiginlegur vettvangur landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans, Alþjóðaráðs Rauða krossins, Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans og stjórnvalda til að ræða mannúðarrétt og samþykkja ályktanir um mannúðarmál sem varða heiminn allan.
Hefð er fyrir því að landsfélög og stjórnvöld undirriti heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála við þetta tækifæri.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Ókeypis vefnámskeið í sálrænni fyrstu hjálp
Almennar fréttir 25. ágúst 2025Rauði krossinn býður nú upp á vefnámskeið um sálræna fyrstu hjálp á íslensku. Allir sem vilja vera til staðar fyrir aðra þegar á reynir geta nýtt sér námskeiðið.

Ylja neyslurými Rauða krossins er 1 árs
Innanlandsstarf 12. ágúst 2025Á fyrsta starfsári sínu hefur Ylja sýnt fram á þörf fyrir öruggt neyslurými, þar sem notendur upplifa virðingu, öryggi og væntumþykju í stað útskúfunar og hættu. Traust notenda til þjónustunnar hefur byggst hratt upp vegna góðra tengsla milli notenda, starfsfólks Ylju og samstarfsaðila og lagt grunn að árangursríkri þjónustu.