Almennar fréttir
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
31. október 2024
Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.
Heit um:
- Varnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi í vopnuðum átökum.
- Varnir gegn kynferðislegri misneytingu og misnotkun.
- Að talað verði fyrir virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum, þ.m.t. varðandi notkun sprengjuvopna í þéttbýli.
- Þátttaka í röð norrænna málþinga um alþjóðlegan mannúðarrétt á næstu árum.
- Samnorrænt heit um vernd umhverfis í vopnuðum átökum.
Einar Gunnarsson sendiherra og fastafulltrúi Íslands í Genf undirritaði heitin fyrir hönd stjórnvalda og Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri fyrir hönd Rauða krossins á alþjóðaráðstefnu Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Alþjóðaráðstefna Rauða krossins og Rauða hálfmánans stendur yfir í Genf í Sviss. Ráðstefnan var fyrst haldin í París árið 1867 og hefur síðan verið sameiginlegur vettvangur landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans, Alþjóðaráðs Rauða krossins, Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans og stjórnvalda til að ræða mannúðarrétt og samþykkja ályktanir um mannúðarmál sem varða heiminn allan.
Hefð er fyrir því að landsfélög og stjórnvöld undirriti heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála við þetta tækifæri.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Fyrstu Fánaberar Rauða krossins komu saman á Bessastöðum
Almennar fréttir 01. desember 2025Níu framtakssamir og hugmyndaríkir einstaklingar úr íslensku viðskipta- og menningarlífi hafa verið sérvaldir til að taka þátt í nýju fjáröflunarverkefni Rauða krossins. Þau munu næsta árið nota „ofurkrafta sína í þágu mannúðar,“ líkt og Halla Tómasdóttir forseti Íslands sagði við hópinn á viðburði á Bessastöðum.
Greiðsluseðlar vegna sjúkraflutninga eingöngu rafrænir
Almennar fréttir 28. nóvember 2025Rauði krossinn hefur nú hætt að prenta út og senda greiðsluseðla til þeirra sem hafa þurft að nýta sér þjónustu sjúkrabíla. Seðlarnir eru þar með eingöngu rafrænir og verða sendir í heimabanka.