Almennar fréttir
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
31. október 2024

Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.
Heit um:
- Varnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi í vopnuðum átökum.
- Varnir gegn kynferðislegri misneytingu og misnotkun.
- Að talað verði fyrir virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum, þ.m.t. varðandi notkun sprengjuvopna í þéttbýli.
- Þátttaka í röð norrænna málþinga um alþjóðlegan mannúðarrétt á næstu árum.
- Samnorrænt heit um vernd umhverfis í vopnuðum átökum.
Einar Gunnarsson sendiherra og fastafulltrúi Íslands í Genf undirritaði heitin fyrir hönd stjórnvalda og Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri fyrir hönd Rauða krossins á alþjóðaráðstefnu Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Alþjóðaráðstefna Rauða krossins og Rauða hálfmánans stendur yfir í Genf í Sviss. Ráðstefnan var fyrst haldin í París árið 1867 og hefur síðan verið sameiginlegur vettvangur landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans, Alþjóðaráðs Rauða krossins, Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans og stjórnvalda til að ræða mannúðarrétt og samþykkja ályktanir um mannúðarmál sem varða heiminn allan.
Hefð er fyrir því að landsfélög og stjórnvöld undirriti heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála við þetta tækifæri.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.