Almennar fréttir
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
31. október 2024
Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.
Heit um:
- Varnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi í vopnuðum átökum.
- Varnir gegn kynferðislegri misneytingu og misnotkun.
- Að talað verði fyrir virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum, þ.m.t. varðandi notkun sprengjuvopna í þéttbýli.
- Þátttaka í röð norrænna málþinga um alþjóðlegan mannúðarrétt á næstu árum.
- Samnorrænt heit um vernd umhverfis í vopnuðum átökum.
Einar Gunnarsson sendiherra og fastafulltrúi Íslands í Genf undirritaði heitin fyrir hönd stjórnvalda og Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri fyrir hönd Rauða krossins á alþjóðaráðstefnu Rauða krossins og Rauða hálfmánans.
Alþjóðaráðstefna Rauða krossins og Rauða hálfmánans stendur yfir í Genf í Sviss. Ráðstefnan var fyrst haldin í París árið 1867 og hefur síðan verið sameiginlegur vettvangur landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans, Alþjóðaráðs Rauða krossins, Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans og stjórnvalda til að ræða mannúðarrétt og samþykkja ályktanir um mannúðarmál sem varða heiminn allan.
Hefð er fyrir því að landsfélög og stjórnvöld undirriti heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála við þetta tækifæri.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.
Söfnunarfé frá almenningi til Mjanmar
Alþjóðastarf 04. nóvember 2025Fé sem safnaðist í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi í kjölfar jarðskjálftanna í Mjanmar í lok mars mun nýtast Rauða krossinum þar í landi til áframhaldandi stuðnings við þolendur hamfaranna.