Almennar fréttir
Rauði krossinn vekur athygli á túrheilbrigði kvenna á fátækum svæðum
07. júní 2019
Víða um heim skortir stúlkur dömubindi og hafa lítinn sem engan aðgang að hreinlætisaðstöðu þegar þær eru á túr.
Víða um heim skortir stúlkur dömubindi og hafa lítinn sem engan aðgang að hreinlætisaðstöðu þegar þær eru á túr. Í kjölfar alþjóðlega túlheilbrigðisdagsins sem var 28. maí sl. efndi Rauði krossinn á Íslandi til átaks til að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni sem í gegnum tíðina hefur ekki fengið mikla athygli þegar um er að ræða þróunar- og mannúðaraðstoð.
Á hamfarasvæðum þar sem fólk hefur þurft að flýja heimili sín getur þessi vandi stóraukist og mikilvægt er að viðbragðsaðilar taki tillit til þessa. Túr getur verið mjög viðkvæmt málefni og oft hafa stúlkur engar upplýsingar um hverju þær eiga von á.
Rauði krossinn hefur um árabil unnið með stúlkum sem búa við sárafátækt á dreifbýlum svæðum í Malaví. Mikil áhersla er lögð á túrhreinlæti, túrheilbrigði og að vinna gegn túrskömm, en hún hamlar stúlkum á marga vegu, brýtur meðal annars upp skólagöngu. Aðgengi að dömubindum er mjög takmarkað á fjölda dreifbýlla svæða í landinu og ótalmargar stúlkur missa viku úr skóla í hverjum mánuði, en í skólum er salernisaðstæður oft ófullnægjandi og stúlkur verða fyrir aðkasti ef aðrir verða þess var að þær eru á túr. Ekki góðar aðstæður til að fara á túr án dömubinda Það er óásættanlegt!
Við höfum opnað þetta mikilvæga samtal við íbúa á verkefnasvæðum okkar og vinnum nú með hópum unglingsstúlkna að málefninu. Einn þáttur þess felst í því að kenna þeim að sauma sér margnota dömubindi.
Þú getur tekið þátt með því að kaupa fjölnota dömubindi í vefverslun Rauða krossins hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rauði krossinn fjölgar fatakössum á höfuðborgarsvæðinu
Almennar fréttir 18. nóvember 2025Nýjum söfnunarkössum Rauða krossins fyrir fatnað og annan textíl hefur verið komið fyrir við fimm Bónusverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Samtals eru kassarnir því á sjö stöðum á svæðinu og stefnt er á frekari útbreiðslu á næstu misserum.
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.