Almennar fréttir
Rauði krossinn vekur athygli á túrheilbrigði kvenna á fátækum svæðum
07. júní 2019
Víða um heim skortir stúlkur dömubindi og hafa lítinn sem engan aðgang að hreinlætisaðstöðu þegar þær eru á túr.
Víða um heim skortir stúlkur dömubindi og hafa lítinn sem engan aðgang að hreinlætisaðstöðu þegar þær eru á túr. Í kjölfar alþjóðlega túlheilbrigðisdagsins sem var 28. maí sl. efndi Rauði krossinn á Íslandi til átaks til að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni sem í gegnum tíðina hefur ekki fengið mikla athygli þegar um er að ræða þróunar- og mannúðaraðstoð.
Á hamfarasvæðum þar sem fólk hefur þurft að flýja heimili sín getur þessi vandi stóraukist og mikilvægt er að viðbragðsaðilar taki tillit til þessa. Túr getur verið mjög viðkvæmt málefni og oft hafa stúlkur engar upplýsingar um hverju þær eiga von á.
Rauði krossinn hefur um árabil unnið með stúlkum sem búa við sárafátækt á dreifbýlum svæðum í Malaví. Mikil áhersla er lögð á túrhreinlæti, túrheilbrigði og að vinna gegn túrskömm, en hún hamlar stúlkum á marga vegu, brýtur meðal annars upp skólagöngu. Aðgengi að dömubindum er mjög takmarkað á fjölda dreifbýlla svæða í landinu og ótalmargar stúlkur missa viku úr skóla í hverjum mánuði, en í skólum er salernisaðstæður oft ófullnægjandi og stúlkur verða fyrir aðkasti ef aðrir verða þess var að þær eru á túr. Ekki góðar aðstæður til að fara á túr án dömubinda Það er óásættanlegt!
Við höfum opnað þetta mikilvæga samtal við íbúa á verkefnasvæðum okkar og vinnum nú með hópum unglingsstúlkna að málefninu. Einn þáttur þess felst í því að kenna þeim að sauma sér margnota dömubindi.
Þú getur tekið þátt með því að kaupa fjölnota dömubindi í vefverslun Rauða krossins hér.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Palestínskur ljósmyndari hlaut mannúðarverðlaun Visa d’Or
Alþjóðastarf 29. júlí 2025Myndaröð Saher Alghorra um daglegar raunir og þjáningar íbúa Gaza er að mati forseta samtakanna Fréttamanna án landamæra „eins og högg í magann – kraftmikil og harmræn í senn“.

Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum
Innanlandsstarf 23. júlí 2025„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.

Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.