Almennar fréttir

Samstarfssamningur endurnýjaður

08. febrúar 2021

Alþjóðlegi jafnréttisskólinn og Rauði krossinn á Íslandi endurnýja samstarfssamning á sviði jafnréttismála

Alþjóðlegi jafnréttisskólinn og Rauði krossinn á Íslandi endurnýja samstarfssamning á sviði jafnréttismála

Alþjóðlegi jafnréttisskólinn (GRÓ GEST) við Háskóla Íslands og Rauði krossinn á Íslandi hafa endurnýjað samstarfssamning sín á milli um samstarf með áherslu á kynja- og jafnréttismál, auk þess að skiptast á sérfræðiþekkingu í mannúðar- og þróunarstarfi hérlendis og erlendis.

Upphaflega var undirrituð viljayfirlýsing um samstarfið árið 2018 og hefur það gengið vel. Sérfræðingur á vegum Rauða krossins hefur meðal annars þjálfað nemendur Jafnréttisskólans í árangursmiðaðri áætlanagerð (e. results based management) í þróunarverkefnum. Kennslan er hluti af námskeiðinu Kyngervi, þróunarmál og hagnýt jafnréttisfræði (e. Gender and development: tools and strategies) í diplómanáminu í alþjóðlegum jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands.

Rauði krossinn á Íslandi styrkti nemanda, Alinane Kaimila frá Malaví, til náms við Jafnréttisskólann vorið 2020. Alinane er verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í Malaví og hefur meðal annars leitt verkefni sem snýr að samfélagsuppbyggingu með áherslu á valdeflingu kvenna og stúlkna. Lokaverkefnið hans í Jafnréttisskólanum fjallar um kynbundið ofbeldi á hamfarasvæðum í suðurhluta Malaví, en rannsóknir sýna að kynbundið ofbeldi eykst í hamfaraástandi. Verkefnið einblínir á samfélög í Chikwawa héraði í suðurhluta Malaví sem hafa orðið fyrir flóðum árlega síðastliðna tvo áratugi.

„Við erum mjög stolt af samstarfi okkar við Alþjóðlega jafnréttisskólann því það að skiptast á verðmætri þekkingu gerir starf okkar betra á vettvangi, rétt eins og hefur sýnt sig með því að verkefnastjóri hjá systurfélagi okkar í Malaví kom í nám hér á Íslandi sem aftur nýtist í verkefnum okkar í Malaví,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjá Rauða krossinum.

„Samstarfið við Rauða krossinn á Íslandi hefur verið gjöfult og við hjá Alþjóðlega jafnréttisskólanum hlökkum til frekara samstarfs. Nemendur skólans hafa verið sérstaklega ánægðir með kennslu sérfræðings RKÍ í diplómanáminu og til þessa hafa yfir fjörutíu nemendur frá fjórum heimsálfum notið hennar. Það var síðan sérstaklega ánægjulegt að fá inn í námið starfandi verkefnisstjóra frá Rauða krossinum í Malaví, en Malaví hefur frá upphafi verið eitt af okkar helstu samstarfslöndum,“ segir Irma Erlingsdóttir, forstöðukona Jafnréttisskólans

Alþjóðlegi jafnréttisskólinn (áður Jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna) er orðinn hluti af GRÓ – þekkingarmiðstöð um þróunarsamvinnu, en hún starfar undir merkjum Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO.

GRÓ GEST and the Icelandic Red Cross renew a Memorandum of Understanding

The GRÓ GEST programme and the Icelandic Red Cross have renewed a Memorandum of Understanding (MOU) originally signed in November 2018. The MOU expresses an interest in collaborating in developing gender equality projects and the sharing of expertise in the field of humanitarian and development work, in Iceland and internationally.

The past two years of collaboration have proved fruitful. As an aspect of that, a specialist from the Icelandic Red Cross has provided training in Results Based Management as part of the module Gender and Development: Tools and Strategies in the GRÓ GEST postgraduate diploma programme.

Furthermore, The Icelandic Red Cross co-funded a fellow from Malawi, Alinane Kaimila, to participate in the 2020 GRÓ GEST postgraduate diploma programme. As a project officer with the Malawi Red Cross, Alinane leads a community resilience programme that focuses on empowerment of women and girls. In his final project at the GEST programme called “Masculinities in disasters: Mitigating post disaster gender based violence in TA Makhwira and Lundu in Chikwawa district Malawi” he uses a gender transformative approach to promote systematic support for survivors of gender based violence during and after disasters. The project focuses on Chikwawa in Southern Malawi, where floods are frequent.

“We are very proud of our collaboration with the Gender Equality Studies and Training programme (GRÓ GEST) as the exchange of valuable knowledge strengthens our work onsite. This is best demonstrated by the fact that a project manager of our sister organization in Malawi was able to come to Iceland to study, which again will be beneficial to our projects in Malawi”, Atli Viðar Thorstensen, Director of International Department at the Icelandic Red Cross.

We greatly appreciate the collaboration we have had with the Icelandic Red Cross and look forward to its continuance. The Results Based Management training provided by a IceRC specialist has consistently been highly assessed by our fellows, over forty of whom, from four continents, have benefitted from the collaboration in this direct way. Being able to welcome a Red Cross of Malawi project manager to the studies was also very positive, not least as Malawi is one of GEST‘s strongest partner countries.

The GEST programme, previously known as UNU-GEST, has joined GRÓ, Centre for Capacity Development, Sustainable Use of Natural Resources and Societal Change, which operates under the auspices of UNESCO.