Almennar fréttir
„Sjóðurinn góði“ í Árnessýslu
18. nóvember 2019
Tilkynning um umsóknir og úthlutanir
Umsóknir og úthlutanir úr Sjóðnum góða 2019
Tekið verður við umsóknum um styrki úr Sjóðnum góða í húsnæði Rauða krossins að Eyravegi 23, Selfossi.(ath. ný staðsetning)
Umsóknardagar eru:
- Miðvikudagur 27. nóvember kl. 10 til 12
- Fimmtudagur 28. nóvember 11 til 14
- Þriðjudagur 3. desember kl.16 til 18
Umsækjendur þurfa að hafa eftirfarandi gögn meðferðis:
- Allar tekjur okt. eða nóv. (launaseðlar, tekjur frá Tryggingastofnun, fæðingarorlof, atvinnuleysisbætur.)
- Öll útgjöld okt. eða nóv. (leiga, afborganir lána og húsnæðis, rafmagn/hiti ,úgjöld vegna barna tryggingar ofl.)
Úthlutunardagar eru:
- Fimmtudagur 19. desember kl. 11 til 14
- Föstudag 20. desember kl. 15 til 17
Vinsamlegast virðið þessar dagsetningar.
Sjóðurinn góði er samstarfsverkefni sóknarkirkja í Árnessýslu, Rauða krossins, félagsþjónustu Árborgar, félagsþjónustu Árnesþings og ýmissa félagasamtaka í Árnessýslu. Þetta samstarf hefur staðið síðan árið 2008 og hefur þann tilgang að veita aðstoð fyrir jólahátíðina til handa þeim sem ekki eiga fyrir nauðþurftum.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Flóttafólk vill tækifæri til að tala íslensku
Innanlandsstarf 16. október 2025Auður Guðjónsdóttir ákvað að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum er hún hætti að vinna sem kennari. Hún kennir fólki á flótta íslensku og segir það gefandi og ánægjulegt að finna löngun nemendanna til að læra tungumálið okkar.

Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.