Almennar fréttir
„Sjóðurinn góði“ í Árnessýslu
18. nóvember 2019
Tilkynning um umsóknir og úthlutanir
Umsóknir og úthlutanir úr Sjóðnum góða 2019
Tekið verður við umsóknum um styrki úr Sjóðnum góða í húsnæði Rauða krossins að Eyravegi 23, Selfossi.(ath. ný staðsetning)
Umsóknardagar eru:
- Miðvikudagur 27. nóvember kl. 10 til 12
- Fimmtudagur 28. nóvember 11 til 14
- Þriðjudagur 3. desember kl.16 til 18
Umsækjendur þurfa að hafa eftirfarandi gögn meðferðis:
- Allar tekjur okt. eða nóv. (launaseðlar, tekjur frá Tryggingastofnun, fæðingarorlof, atvinnuleysisbætur.)
- Öll útgjöld okt. eða nóv. (leiga, afborganir lána og húsnæðis, rafmagn/hiti ,úgjöld vegna barna tryggingar ofl.)
Úthlutunardagar eru:
- Fimmtudagur 19. desember kl. 11 til 14
- Föstudag 20. desember kl. 15 til 17
Vinsamlegast virðið þessar dagsetningar.
Sjóðurinn góði er samstarfsverkefni sóknarkirkja í Árnessýslu, Rauða krossins, félagsþjónustu Árborgar, félagsþjónustu Árnesþings og ýmissa félagasamtaka í Árnessýslu. Þetta samstarf hefur staðið síðan árið 2008 og hefur þann tilgang að veita aðstoð fyrir jólahátíðina til handa þeim sem ekki eiga fyrir nauðþurftum.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Fyrstu Fánaberar Rauða krossins komu saman á Bessastöðum
Almennar fréttir 01. desember 2025Níu framtakssamir og hugmyndaríkir einstaklingar úr íslensku viðskipta- og menningarlífi hafa verið sérvaldir til að taka þátt í nýju fjáröflunarverkefni Rauða krossins. Þau munu næsta árið nota „ofurkrafta sína í þágu mannúðar,“ líkt og Halla Tómasdóttir forseti Íslands sagði við hópinn á viðburði á Bessastöðum.