Almennar fréttir
„Sjóðurinn góði“ í Árnessýslu
18. nóvember 2019
Tilkynning um umsóknir og úthlutanir
Umsóknir og úthlutanir úr Sjóðnum góða 2019
Tekið verður við umsóknum um styrki úr Sjóðnum góða í húsnæði Rauða krossins að Eyravegi 23, Selfossi.(ath. ný staðsetning)
Umsóknardagar eru:
- Miðvikudagur 27. nóvember kl. 10 til 12
- Fimmtudagur 28. nóvember 11 til 14
- Þriðjudagur 3. desember kl.16 til 18
Umsækjendur þurfa að hafa eftirfarandi gögn meðferðis:
- Allar tekjur okt. eða nóv. (launaseðlar, tekjur frá Tryggingastofnun, fæðingarorlof, atvinnuleysisbætur.)
- Öll útgjöld okt. eða nóv. (leiga, afborganir lána og húsnæðis, rafmagn/hiti ,úgjöld vegna barna tryggingar ofl.)
Úthlutunardagar eru:
- Fimmtudagur 19. desember kl. 11 til 14
- Föstudag 20. desember kl. 15 til 17
Vinsamlegast virðið þessar dagsetningar.
Sjóðurinn góði er samstarfsverkefni sóknarkirkja í Árnessýslu, Rauða krossins, félagsþjónustu Árborgar, félagsþjónustu Árnesþings og ýmissa félagasamtaka í Árnessýslu. Þetta samstarf hefur staðið síðan árið 2008 og hefur þann tilgang að veita aðstoð fyrir jólahátíðina til handa þeim sem ekki eiga fyrir nauðþurftum.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Aldrei fleiri samtöl vegna sjálfsvígshugsana
Innanlandsstarf 22. janúar 2026„Þrátt fyrir að hafa reglulega yfir árið tekið saman tölur um fjölda sjálfsvígssamtala sem berast 1717, og vera meðvituð um að samtölin hafa verið að þyngjast og verða alvarlegri, þá er okkur brugðið yfir heildarsamantekt ársins,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri heilbrigðisverkefna hjá Rauða krossinum.
Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands
Almennar fréttir 21. janúar 2026„Þróunarsamvinna er grundvöllur friðar, stöðugleika, trausts og öryggis í heiminum,“ skrifa framkvæmdastjórar sex mannúðarfélaga. „Brýnt er að stefna Íslands í varnar- og öryggismálum taki mið af því og að litið verði á öfluga þróunarsamvinnu sem hluta af öryggishagsmunum Íslands.“
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.