Almennar fréttir
Snjómokstur og dósasöfnun
04. febrúar 2021
Þeir Elmar og Kári Freyr voru hugmyndaríkir í söfnun sinni fyrir Rauða krossinn.
Vinirnir Elmar Bragason og Kári Freyr Halliwell söfnuðu 7.453 kr. til styrktar Rauða krossinum með snjómokstri og dósasöfnun fyrr í vetur. Það er alltaf gaman þegar vinir taka sig til og eru hugmyndaríkir í söfnunum fyrir Rauða krossinn. Við þökkum þeim kærlega fyrir þeirra framlag til mannúðarmála.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Ylja er „eins og gott knús“
Innanlandsstarf 06. maí 2025Samfélagið á Rás 1 heimsótti neyslurýmið Ylju sem Rauði krossinn rekur og ræddi við starfsfólk og konu sem nýtir sér þjónustuna sem þar býðst. Þátturinn gefur einstaklega góða innsýn í starfsemi Ylju og um gagnsemi úrræðisins.

Mannúðaraðstoð að hruni komin á Gaza
Alþjóðastarf 02. maí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hefur lýst yfir að mannúðaraðstoð í Gaza sé á barmi algjörs hruns eftir tveggja mánaða stöðvun á flutningi birgða til Gaza. Þessi alvarlega staða hefur leitt til þess að íbúar svæðisins eru nú án lífsnauðsynlegrar mannúðaraðstoðar eins og matar, vatns og lyfja. Skortur á þessum nauðsynjum setur líf hundruða þúsunda íbúa í beina og bráða hættu.

Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“