Almennar fréttir
Snjómokstur og dósasöfnun
04. febrúar 2021
Þeir Elmar og Kári Freyr voru hugmyndaríkir í söfnun sinni fyrir Rauða krossinn.
Vinirnir Elmar Bragason og Kári Freyr Halliwell söfnuðu 7.453 kr. til styrktar Rauða krossinum með snjómokstri og dósasöfnun fyrr í vetur. Það er alltaf gaman þegar vinir taka sig til og eru hugmyndaríkir í söfnunum fyrir Rauða krossinn. Við þökkum þeim kærlega fyrir þeirra framlag til mannúðarmála.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Söfnuðu pening í fötuna í stað sælgætis
Almennar fréttir 19. desember 2025Börn sem þurfa aðstoð eru ofarlega í hugum Jóhanns Atla, Jans Kára og Björns Dags, níu ára pilta úr Garðabæ sem söfnuðu fé fyrir Rauða krossinn.
Smíðuðu, bökuðu og föndruðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 15. desember 2025„Við völdum Rauða krossinn því okkur finnst þau gera mikið gagn fyrir samfélagið okkar,“ sagði nemandi í Álfhólsskóla á fallegri athöfn þar sem Rauða krossinum var afhent fé sem nemendur söfnuðu á góðgerðardegi í skólanum.
Gerðist sjálfboðaliði eftir að starfsferli lauk
Innanlandsstarf 11. desember 2025Í sjö ár hefur Guðrún Salome Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, tekið vaktir í fatabúðum Rauða krossins. Hún er þar sjálfboðaliði og segir það gefandi og veita sér ánægju.