Almennar fréttir
Þingflokkur Miðflokksins í heimsókn
31. október 2019
Rauði krossinn býður þingflokkum í heimsókn.
Rauði krossinn tók á móti þingmönnum úr Miðflokknum föstudaginn sl. Fengu þingmenn fræðslu um starfsemi Rauða krossins og rætt var um ýmis málefni, m.a. grundvallarhugsjónir Rauða krossins, móttöku flóttafólks, sjúkrabíla og fleira. Afskaplega góðar og áhugaverðar umræður sköpuðust.
Rauði krossinn hefur nú hitt sex af átta þingflokkum og er stefnt að því að hitta alla þingflokka á allra næstu vikum.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.