Almennar fréttir
Þingflokkur Miðflokksins í heimsókn
31. október 2019
Rauði krossinn býður þingflokkum í heimsókn.
Rauði krossinn tók á móti þingmönnum úr Miðflokknum föstudaginn sl. Fengu þingmenn fræðslu um starfsemi Rauða krossins og rætt var um ýmis málefni, m.a. grundvallarhugsjónir Rauða krossins, móttöku flóttafólks, sjúkrabíla og fleira. Afskaplega góðar og áhugaverðar umræður sköpuðust.
Rauði krossinn hefur nú hitt sex af átta þingflokkum og er stefnt að því að hitta alla þingflokka á allra næstu vikum.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
50 milljónir króna til neyðarsjúkrahússins á Gaza
Alþjóðastarf 03. september 2025Með stuðningi Mannvina og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt neyðarsjúkrahús Rauða krossins á Gaza um 50 milljónir króna. „Neyðarsjúkrahúsið er líflína þúsunda í hörmungunum miðjum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins.

„Við höfum öll eitthvað fram að færa“
Almennar fréttir 02. september 2025Hadia Rahman, nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir frá flóttanum frá Afganistan og hvað fjölskyldan hefur lagt á sig til að eiga gott líf á Íslandi.

Samið um ráðgjöf vegna fjölskyldusameininga
Innanlandsstarf 01. september 2025Rauði krossinn á Íslandi mun halda áfram að sinna ráðgjöf við flóttafólk vegna fjölskyldusameininga samkvæmt nýgerðum samningi við dómsmálaráðuneytið.