Almennar fréttir
Þingflokkur Miðflokksins í heimsókn
31. október 2019
Rauði krossinn býður þingflokkum í heimsókn.
Rauði krossinn tók á móti þingmönnum úr Miðflokknum föstudaginn sl. Fengu þingmenn fræðslu um starfsemi Rauða krossins og rætt var um ýmis málefni, m.a. grundvallarhugsjónir Rauða krossins, móttöku flóttafólks, sjúkrabíla og fleira. Afskaplega góðar og áhugaverðar umræður sköpuðust.
Rauði krossinn hefur nú hitt sex af átta þingflokkum og er stefnt að því að hitta alla þingflokka á allra næstu vikum.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Breytt fyrirkomulag á stuðningi við Grindvíkinga
Innanlandsstarf 01. ágúst 2025Í haust verða gerðar breytingar á stuðningi Rauða krossins við Grindvíkinga sem þurftu að rýma heimili sín vegna jarðhræringanna 10. nóvember 2023. Hætt verður að taka við umsóknum í styrkarsjóðinn Þrótt Grindvíkinga en áfram stutt við einstaklinga með fræðslu og námskeiðum.

Gátu flutt hjálpargögn til Sweida
Alþjóðastarf 30. júlí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins fór ásamt sýrlenska Rauða hálfmánanum í sendiferð til Sweida í suðurhluta Sýrlands með nauðsynleg hjálpargögn og til að meta þarfir íbúanna á svæðinu fyrir frekari aðstoð. Fjölmargt fólk frá Sweida og nágrenni býr á Íslandi.

Palestínskur ljósmyndari hlaut mannúðarverðlaun Visa d’Or
Alþjóðastarf 29. júlí 2025Myndaröð Saher Alghorra um daglegar raunir og þjáningar íbúa Gaza er að mati forseta samtakanna Fréttamanna án landamæra „eins og högg í magann – kraftmikil og harmræn í senn“.