Almennar fréttir
Umsögn um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni
29. janúar 2021
Rauði krossinn hefur sent inn umögn til Alþingis um afglæpavæðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna.
Rauði krossinn hefur sent inn umsögn til Alþingis um afglæpavæðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna.
Rauði krossinn fagnar því að heilbrigðisráðherra hafi áform um að leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu á vörslu neyluskammta.
Með afglæpavæðingu á vörslu neysluskammta myndi Ísland bætast í hóp þeirra ríkja sem hafa afglæpavætt vörslu vímuefna með ólíkum aðferðum, þar sem mannúðleg nálgun er höfð að leiðarljósi gagnvart neytendum vímuefna.
Rauði krossinn telur mikilvægt að notendur vímuefna hafi greiðan aðgang að heilbrigðis- og velferðarþjónustu, án fordóma og jaðarsetningar.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.