Almennar fréttir
Umsögn um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni
29. janúar 2021
Rauði krossinn hefur sent inn umögn til Alþingis um afglæpavæðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna.
Rauði krossinn hefur sent inn umsögn til Alþingis um afglæpavæðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna.
Rauði krossinn fagnar því að heilbrigðisráðherra hafi áform um að leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu á vörslu neyluskammta.
Með afglæpavæðingu á vörslu neysluskammta myndi Ísland bætast í hóp þeirra ríkja sem hafa afglæpavætt vörslu vímuefna með ólíkum aðferðum, þar sem mannúðleg nálgun er höfð að leiðarljósi gagnvart neytendum vímuefna.
Rauði krossinn telur mikilvægt að notendur vímuefna hafi greiðan aðgang að heilbrigðis- og velferðarþjónustu, án fordóma og jaðarsetningar.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Söfnuðu pening í fötuna í stað sælgætis
Almennar fréttir 19. desember 2025Börn sem þurfa aðstoð eru ofarlega í hugum Jóhanns Atla, Jans Kára og Björns Dags, níu ára pilta úr Garðabæ sem söfnuðu fé fyrir Rauða krossinn.
Smíðuðu, bökuðu og föndruðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 15. desember 2025„Við völdum Rauða krossinn því okkur finnst þau gera mikið gagn fyrir samfélagið okkar,“ sagði nemandi í Álfhólsskóla á fallegri athöfn þar sem Rauða krossinum var afhent fé sem nemendur söfnuðu á góðgerðardegi í skólanum.
Gerðist sjálfboðaliði eftir að starfsferli lauk
Innanlandsstarf 11. desember 2025Í sjö ár hefur Guðrún Salome Jónsdóttir, fyrrverandi kennari, tekið vaktir í fatabúðum Rauða krossins. Hún er þar sjálfboðaliði og segir það gefandi og veita sér ánægju.