Almennar fréttir
Umsögn um þingsályktunartillögu
19. febrúar 2021
Rauði krossinn hefur skilað inn umsögn um þingsályktunartillögu um breytingu á útlendingalögum til að hemja útgjöld og auka skilvirkni í málsmeðferð
Rauði krossinn hefur skilað inn umsögn um þingsályktunartillögu um breytingu á útlendingalögum. Rauði krossinn tekur undir mikilvægi þess að umsóknir um alþjóðlega vernd séu unnar á skilvirkan hátt, innan ákveðinna tímafresta. Þó telur Rauði krossinn að tímafrestir í þingsályktunartillögunni séu ekki framkvæmanlegir, m.a. vegna ákvæða Dyflinnarreglugerðarinnar.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Við viljum hjálpa börnum og bara öllum“
Almennar fréttir 29. október 2025Þrír níu ára gamlir vinir úr Kársnesinu í Kópavogi gengu í hús og báðu um hluti til að selja á tombólu. Þannig söfnuðu þeir 8.571 krónu fyrir Rauða krossinn.
Hvetja vinnustaði til að bjóða upp á skyndihjálparnámskeið
Innanlandsstarf 27. október 2025„Skyndihjálparnámskeið ættu auðvitað að vera hluti af öryggismenningu allra vinnustaða að okkar mati,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Á skyndihjálparnámskeiðum öðlast fólk þjálfun og færni í að bregðast hratt, rétt og örugglega við í óvæntum og erfiðum aðstæðum.
Fólkið á Gaza þolir enga bið eftir aðstoð
Alþjóðastarf 21. október 2025Um 150 flutningabílar komast nú flesta daga inn á Gaza með mannúðaraðstoð. Þeir þyrftu að vera margfalt fleiri. Vopnahléð hefur ekki fært fólkinu fullkominn frið, segir framkvæmdastjóri Rauða krossins, en opnað mikilvægan glugga til að ná til þess og hann verður að nýta.