Almennar fréttir
Vegna máls albanskrar fjölskyldu
06. nóvember 2019
Tilkynning frá Rauða krossinum.
Eins og fram kom í fréttum í gær var þungaðri albanskri konusem gengin var nærri 36 vikur vísað úr landi, ásamt fjölskyldu sinni,eiginmanni og tveggja ára barni, þrátt fyrir að teljast bæði í áhættuhópi vegnafyrri meðgöngu og vera í erfiðri stöðu sem umsækjandi um alþjóðlega vernd.Brottvísunin var í andstöðuvið ráðleggingar heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu um að þungaðar konurí áhættuhópi fari ekki í flug eftir 32. viku meðgöngu. Brottvísun erþvingunarúrræði sem getur valdið mikilli streitu og kvíða. Streita á móðurgetur haft alvarlegar og óafturkræfar afleiðingar fyrir hana og ófætt barn hennar.
Rauði krossinn harmar framkvæmd þessa og að ekki hafi veriðstaldrað við, sér í lagi þegar fyrir lá nýtt læknisvottorð sem stangaðist á viðeldra vottorð .Í hinu nýja vottorði var ekki mælt með flutningi og þar segir að konan sé slæmaf stoðkerfisverkjum í baki og ætti erfitt með langt flug. Frá upphafi brottvísunarog þangað til fjölskyldan komst á áfangastað þurftu þau að taka þrjú flug ogtók ferðalagið alls nítján klukkustundir samkvæmt fjölmiðlaumfjöllun.
Samkvæmt 2. gr. laga um útlendinga er markmið laganna m.a.að tryggja mannúðlega meðferð stjórnvalda í málefnum útlendinga. Meðferð á fjölskyldunnivar að mati Rauða krossins ekki í samræmi við markmið laganna um mannúð,burtséð frá því hvort verklag sem þetta hafi verið viðhaft áður ogÚtlendingastofnun telji sig hafa farið eftir öllum reglum eins og fram kom í málisetts forstjóra stofnunarinnar í Kastljósi í gær.
Með hliðsjón af aðstæðum í þessu máli hefði flutningur ekkiátt að fara fram á þessum tímapunkti svo lífi og móður barns væri ekki stefnt í hættu.
Verklag þarf að laga. Rauði krossinn telur ekkiforsvaranlegt að túlkun Útlendingastofnunar eða ríkislögreglustjóra geti ráðiðúrslitum um hvort að brottflutningur fer fram eða ekki þegar heilbrigðisgögn takaekki af öll tvímæli um ástand viðkomandi eða eru ekki nógu skýr. Heilbrigðisvottorðþurfa að taka af allan vafa um hvort óhætt sé að flytja fólk sem synjað hefur veriðum alþjóðlega vernd eða ekki. Úr þessu verklagi verður að bæta strax, hvort umsé að ræða verklag Útlendingastofnunar, ríkislögreglustjóra eða verklag íheilbrigðiskerfinu sem varðar þennan viðkvæma hóp.
Brotalöm í kerfinu varðar líf ogheilsu einstaklinga. Á bakvið tölur er raunverulegt fólk eins og skýrt sást ífjölmiðlum í gær.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rafrænt HAM-námskeið fyrir Grindvíkinga
Innanlandsstarf 08. október 2025Rauði krossinn heldur áfram að bæta í verkfærakistu Grindvíkinga. Fjarnámskeið í hugrænni atferlismeðferð á vegum Framvegis – símenntunarstöðvar er nú í boði.

36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.