Almennar fréttir
Verkstjóri óskast í sumarvinnu
23. maí 2019
\r\n
Langar þig að vinna fyrir Rauða krossinn í sumar? Okkur vantar verkstjóra til að vinna með okkur í fataverkefni Rauða krossins.
Langar þig að vinna fyrir Rauða krossinn í sumar? Okkur vantar verkstjóra til að vinna með okkur í fataverkefni Rauða krossins. Mikill kostur er ef viðkomandi gæti byrjað um miðjan júní og unnið fram í miðjan ágúst. Vinnutími er frá kl. 8-16 virka daga.
Starfssvið
· Dagleg stjórnun og umsjón með vöktum starfsfólks
· Stjórn og þjálfun starfsfólks
· Upplýsingagjöf til starfsfólks
· Eftirfylgni með stefnu og áherslum félagsins
· Þátttaka í öryggismálum
Hæfniskröfur:
· Reynsla af verkstjórn eða öðrum stjórnunarstörfum er kostur
· Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði
· Sterk öryggisvitund, innsýn í öryggis- og gæðastjórnun er kostur
· Góðir samskiptahæfileikar og lausnamiðuð hugsun
· Sjálfstæði í vinnubrögðum og rík þjónustulund
· Sveigjanleiki og stundvísi
· Lyftararéttindi
· Ökuréttindi C eða C1
· Hreint sakavottorð og reglusemi skilyrði
Umsóknafrestur er til 3. júní n.k. Umsóknir skulu sendar á netfangið starf@redcross.is Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar veitir:
Þorkell Ingi Ingimarsson, verkstjóri Fataverkefnis, keli hjá redcross.is eða í síma 6908866.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Rauði krossinn fjölgar fatakössum á höfuðborgarsvæðinu
Almennar fréttir 18. nóvember 2025Nýjum söfnunarkössum Rauða krossins fyrir fatnað og annan textíl hefur verið komið fyrir við fimm Bónusverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Samtals eru kassarnir því á sjö stöðum á svæðinu og stefnt er á frekari útbreiðslu á næstu misserum.
Samstaða sómalskra kvenna drifkraftur umbóta
Alþjóðastarf 06. nóvember 2025„Þrátt fyrir takmörkuð úrræði deila sómalskar konur þeirri öflugu hugsjón að konur séu konum bestar,“ segir Natalia Herrera Eslava, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum á Íslandi. Starf sómalska Rauða hálfmánans, sem Rauði krossinn á Íslandi styrkir, er mikilvægara nú en nokkru sinni.
Auglýsing um sögu Rauða krossins tilnefnd til verðlauna
Almennar fréttir 05. nóvember 2025„Saga Rauða krossins á Íslandi er löng og litrík og við lögðum mikla vinnu í að fanga rétta tilfinningu,“ segir hönnunarstjóri Strik Studio um tilnefningu til verðlauna á einni stærstu hönnunarhátíð Evrópu.