Almennar fréttir
Verkstjóri óskast í sumarvinnu
23. maí 2019
\r\n
Langar þig að vinna fyrir Rauða krossinn í sumar? Okkur vantar verkstjóra til að vinna með okkur í fataverkefni Rauða krossins.
Langar þig að vinna fyrir Rauða krossinn í sumar? Okkur vantar verkstjóra til að vinna með okkur í fataverkefni Rauða krossins. Mikill kostur er ef viðkomandi gæti byrjað um miðjan júní og unnið fram í miðjan ágúst. Vinnutími er frá kl. 8-16 virka daga.
Starfssvið
· Dagleg stjórnun og umsjón með vöktum starfsfólks
· Stjórn og þjálfun starfsfólks
· Upplýsingagjöf til starfsfólks
· Eftirfylgni með stefnu og áherslum félagsins
· Þátttaka í öryggismálum
Hæfniskröfur:
· Reynsla af verkstjórn eða öðrum stjórnunarstörfum er kostur
· Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði
· Sterk öryggisvitund, innsýn í öryggis- og gæðastjórnun er kostur
· Góðir samskiptahæfileikar og lausnamiðuð hugsun
· Sjálfstæði í vinnubrögðum og rík þjónustulund
· Sveigjanleiki og stundvísi
· Lyftararéttindi
· Ökuréttindi C eða C1
· Hreint sakavottorð og reglusemi skilyrði
Umsóknafrestur er til 3. júní n.k. Umsóknir skulu sendar á netfangið starf@redcross.is Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar veitir:
Þorkell Ingi Ingimarsson, verkstjóri Fataverkefnis, keli hjá redcross.is eða í síma 6908866.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Úr einu hestafli í 180 á tæpri öld
Innanlandsstarf 06. janúar 2026Rauði krossinn hefur útvegað og rekið sjúkrabíla landsins allt frá árinu 1926. Á þeim tíma hefur hestöflunum sem notuð eru til sjúkraflutninga heldur betur fjölgað.
Fjögur frækin frændsystkini söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 30. desember 2025Matthías Snorrason, Leó Bacchetti, Emma Högnadóttir og Óskar Snorrason fengu hugmynd og örkuðu þegar af stað til að safna pening í Vesturbænum fyrir Rauða krossinn.
Samið um aukið fjármagn til Frú Ragnheiðar
Innanlandsstarf 23. desember 2025„Besta jólagjöfin,“ segir deildarstjóri hjá Rauða krossinum. „Mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir heilbrigðisráðherra. Frú Ragnheiður mun áfram aka um landið og veita fólki sem notar vímuefni skaðaminnkandi þjónustu og ráðgjöf.