Almennar fréttir
Verkstjóri óskast í sumarvinnu
23. maí 2019
\r\n
Langar þig að vinna fyrir Rauða krossinn í sumar? Okkur vantar verkstjóra til að vinna með okkur í fataverkefni Rauða krossins.
Langar þig að vinna fyrir Rauða krossinn í sumar? Okkur vantar verkstjóra til að vinna með okkur í fataverkefni Rauða krossins. Mikill kostur er ef viðkomandi gæti byrjað um miðjan júní og unnið fram í miðjan ágúst. Vinnutími er frá kl. 8-16 virka daga.
Starfssvið
· Dagleg stjórnun og umsjón með vöktum starfsfólks
· Stjórn og þjálfun starfsfólks
· Upplýsingagjöf til starfsfólks
· Eftirfylgni með stefnu og áherslum félagsins
· Þátttaka í öryggismálum
Hæfniskröfur:
· Reynsla af verkstjórn eða öðrum stjórnunarstörfum er kostur
· Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði
· Sterk öryggisvitund, innsýn í öryggis- og gæðastjórnun er kostur
· Góðir samskiptahæfileikar og lausnamiðuð hugsun
· Sjálfstæði í vinnubrögðum og rík þjónustulund
· Sveigjanleiki og stundvísi
· Lyftararéttindi
· Ökuréttindi C eða C1
· Hreint sakavottorð og reglusemi skilyrði
Umsóknafrestur er til 3. júní n.k. Umsóknir skulu sendar á netfangið starf@redcross.is Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar veitir:
Þorkell Ingi Ingimarsson, verkstjóri Fataverkefnis, keli hjá redcross.is eða í síma 6908866.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Mánuður frá hamförunum: Enn mikil neyð
Alþjóðastarf 28. apríl 2025„Fólk heldur að um leið og fjölmiðlar hætti að fjalla um hlutina þá sé ekkert að gerast,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Svo sé hins vegar alls ekki. „Það geta liðið mánuðir og jafnvel ár þar til fólk verður búið að ná sér eftir þetta áfall.“

Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.