Almennar fréttir
Verkstjóri óskast í sumarvinnu
23. maí 2019
\r\n
Langar þig að vinna fyrir Rauða krossinn í sumar? Okkur vantar verkstjóra til að vinna með okkur í fataverkefni Rauða krossins.
Langar þig að vinna fyrir Rauða krossinn í sumar? Okkur vantar verkstjóra til að vinna með okkur í fataverkefni Rauða krossins. Mikill kostur er ef viðkomandi gæti byrjað um miðjan júní og unnið fram í miðjan ágúst. Vinnutími er frá kl. 8-16 virka daga.
Starfssvið
· Dagleg stjórnun og umsjón með vöktum starfsfólks
· Stjórn og þjálfun starfsfólks
· Upplýsingagjöf til starfsfólks
· Eftirfylgni með stefnu og áherslum félagsins
· Þátttaka í öryggismálum
Hæfniskröfur:
· Reynsla af verkstjórn eða öðrum stjórnunarstörfum er kostur
· Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði
· Sterk öryggisvitund, innsýn í öryggis- og gæðastjórnun er kostur
· Góðir samskiptahæfileikar og lausnamiðuð hugsun
· Sjálfstæði í vinnubrögðum og rík þjónustulund
· Sveigjanleiki og stundvísi
· Lyftararéttindi
· Ökuréttindi C eða C1
· Hreint sakavottorð og reglusemi skilyrði
Umsóknafrestur er til 3. júní n.k. Umsóknir skulu sendar á netfangið starf@redcross.is Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar veitir:
Þorkell Ingi Ingimarsson, verkstjóri Fataverkefnis, keli hjá redcross.is eða í síma 6908866.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Palestínskur ljósmyndari hlaut mannúðarverðlaun Visa d’Or
Alþjóðastarf 29. júlí 2025Myndaröð Saher Alghorra um daglegar raunir og þjáningar íbúa Gaza er að mati forseta samtakanna Fréttamanna án landamæra „eins og högg í magann – kraftmikil og harmræn í senn“.

Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum
Innanlandsstarf 23. júlí 2025„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.

Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.