
36 milljónir króna til mannúðarstarfs í Úkraínu
Alþjóðastarf 03. október 2025Frá því átökin í Úkraínu hófust hefur Alþjóðasamband Rauða krossins, í samstarfi við úkraínska Rauða krossinn, veitt meira en 17 milljónum einstaklinga mannúðaraðstoð. Á sama tíma hefur Rauði krossinn á Íslandi, með dyggum stuðningi utanríkisráðuneytisins, veitt rúmlega 265,8 milljónum króna til mannúðarstarfs í landinu.

Rauði krossinn neyðist til að yfirgefa Gazaborg
Alþjóðastarf 01. október 2025Fánar við skrifstofur Alþjóðaráðs Rauða krossins í Gazaborg hafa verið dregnir niður og allt starfsfólkið flutt sig til suðurhluta Gaza. Harðandi hernaðaraðgerðir leiddu til þess að þessi erfiða ákvörðun var tekin.

„Lög og reglur í stríði eru brotin refsilaust“
Alþjóðastarf 22. september 2025Forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins: „Ef ríki grípa ekki til aðgerða mun grimmdin í stríðum dagsins í dag verða viðmið í átökum morgundagsins.“

Þörf á tafarlausum pólitískum aðgerðum
Alþjóðastarf 18. september 2025„Öll ríki verða að leggja sín þyngstu lóð á vogarskálarnar svo koma megi á vopnahléi strax,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi um ástandið á Gaza. „Við höfum ekki lengri tíma. Þetta er lokaviðvörun til stjórnvalda. Núna verður að bregðast við.“

Bak við tjöldin í neyðarsjúkrahúsinu á Gaza
Alþjóðastarf 15. september 2025Forgangsraða þarf mat á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Fyrst fá sjúklingarnir og aðstandendur þeirra að borða. Svo starfsfólkið. Mitt í neyðinni upplifir fólk fágæt en dýrmæt gleðileg augnablik. Eins og að sjá stúlku sem missti fótinn ganga á ný.

50 milljónir króna til neyðarsjúkrahússins á Gaza
Alþjóðastarf 03. september 2025Með stuðningi Mannvina og utanríkisráðuneytisins hefur Rauði krossinn á Íslandi styrkt neyðarsjúkrahús Rauða krossins á Gaza um 50 milljónir króna. „Neyðarsjúkrahúsið er líflína þúsunda í hörmungunum miðjum,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins.

Stjórnvöld fordæmi brot á mannúðarlögum hátt og skýrt
Alþjóðastarf 26. ágúst 2025„Það er mikilvægt að stjórnvöld alls staðar, líka í litlum, friðsælum ríkjum eins og Íslandi, leggi áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og fordæmi hátt og skýrt þegar þau eru brotin,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1 um stöðu mannúðaraðstoðar í heiminum.

Gátu flutt hjálpargögn til Sweida
Alþjóðastarf 30. júlí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins fór ásamt sýrlenska Rauða hálfmánanum í sendiferð til Sweida í suðurhluta Sýrlands með nauðsynleg hjálpargögn og til að meta þarfir íbúanna á svæðinu fyrir frekari aðstoð. Fjölmargt fólk frá Sweida og nágrenni býr á Íslandi.

Palestínskur ljósmyndari hlaut mannúðarverðlaun Visa d’Or
Alþjóðastarf 29. júlí 2025Myndaröð Saher Alghorra um daglegar raunir og þjáningar íbúa Gaza er að mati forseta samtakanna Fréttamanna án landamæra „eins og högg í magann – kraftmikil og harmræn í senn“.

Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“

Börn með skotsár á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins
Alþjóðastarf 03. júlí 2025„Við höfum séð allt að 200 særða á einum degi; með skotsár, brunasár, sár eftir sprengjubrot og aðra áverka,“ segir hjúkrunarfræðingur sem starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. „Við fáum til okkar börn með skotsár.“

Sendifulltrúanámskeið Rauða krossins 2025
Alþjóðastarf 12. júní 2025Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir umsóknum á sendifulltrúanámskeið félagsins.

Algjörlega yfirþyrmandi aðstæður
Alþjóðastarf 06. júní 2025Þegar Hólmfríður Garðarsdóttir ljósmóðir starfaði á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins á Gaza var ástandið oft erfitt. Tugir særðra gátu komið samtímis sem var krefjandi fyrir alla og hratt gekk á birgðir. Nú hefur sá fjöldi margfaldast. Hátt í 200 hafa komið samtímis. „Þetta hlýtur að hafa verið algjörlega yfirþyrmandi fyrir starfsfólkið sem er að vinna þarna.“

Fordæmalaus fjöldi særðra komið á neyðarsjúkrahúsið
Alþjóðastarf 03. júní 2025Á einni viku hefur starfsfólk neyðarsjúkrahúss Rauða krossins í Rafah fimm sinnum tekið á móti miklum fjölda særðra í einu. Á sunnudag voru þeir 179. Í morgun voru þeir 184. „Almennir borgarar sem reyna að nálgast mannúðaraðstoð ættu ekki að þurfa að standa frammi fyrir hættu,“ segir í yfirlýsingu Alþjóðaráðs Rauða krossins.

Starfsmenn Alþjóðaráðs Rauða krossins drepnir á Gaza
Alþjóðastarf 25. maí 2025„Dauði Ibrahims og Ahmad, félaga okkar hjá Alþjóðaráði Rauða krossins, er hryggileg áminning um hversu grafalvarleg staða almennra borgara er,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. „Á Gaza er enginn staður öruggur.“

Fólk á Gaza sárbiður um hjálp
Alþjóðastarf 19. maí 2025Aukinn þungi hefur færst í hernaðaraðgerðir á Gaza síðustu daga og hundruð almennra borgara, sem skulu njóta verndar samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum, verið drepin. „Mannúðaraðstoð má aldrei nota í pólitískum eða hernaðarlegum tilgangi,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.

Neyðarsjúkrahúsið: Líflína þúsunda í heilt ár
Alþjóðastarf 09. maí 2025Fjórir Íslendingar hafa starfað um tíma á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah á Gaza frá opnun þess fyrir ári. Þörfin fyrir þetta bráðabirgðaúrræði er enn gríðarleg. Þar er alvarlega særðu og veiku fólki sinnt undir drunum frá sprengjuregni í nágrenninu.

Mannúðarstarfsfólk orðið skotmörk
Alþjóðastarf 08. maí 2025„Hver einasta árás á mannúðarstarfsmann er árás á samfélagið sem hann þjónaði,“ segja forsetar alþjóðasambands og alþjóðaráðs Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Forsetarnir segja að alþjóðasamfélagið geti ekki haldið áfram að líta fram hjá því er lög sem gilda í stríði eru hundsuð og mannúðarstarfsmenn markvisst orðnir skotmörk.