Alþjóðastarf
Mannúðaraðstoð að hruni komin á Gaza
02. maí 2025
Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) hefur lýst yfir að mannúðaraðstoð í Gaza sé á barmi algjörs hruns eftir tveggja mánaða stöðvun á flutningi birgða til Gaza. Þessi alvarlega staða hefur leitt til þess að íbúar svæðisins eru nú án lífsnauðsynlegrar mannúðaraðstoðar eins og matar, vatns og lyfja. Skortur á þessum nauðsynjum setur líf hundruða þúsunda íbúa í beina og bráða hættu.
Samkvæmt ICRC hefur lokunin haft skelfileg áhrif á íbúa Gaza. Ef mannúðaraðstoð berst ekki stendur ICRC frammi fyrir því að þurfa að loka, á næstu vikum, sameiginlegum eldhúsum sem veita eina máltíð á dag fyrir fjölmarga íbúa. Lækningabirgðir vantar, auk þess sem heilbrigðisstofnanir og starfsfólk hafa orðið fyrir endurteknum árásum. Bara í síðasta mánuði voru 15 heilbrigðiststarfsmenn, þar af átta frá palestínska Rauða hálfmánanum, drepnir á hrottalegan hátt. Eyðilegging á vatnslögnum og fráveitukerfum hefur leitt til óviðunandi hættu á vatnsbornum sjúkdómum. Ástandið er með öllu óviðunandi og mannúðaraðstoð á svæðinu er að hruni komin.
ICRC undirstrikar í yfirlýsingu sinni að tafarlaus og óhindraður aðgangur að mannúðaraðstoð á Gaza er lífsnauðsynlegur. Það er brýnt að gíslar verði leystir úr haldi og almennir borgarar njóti verndar. Samkvæmt alþjóðalögum ber Ísrael skylda til að tryggja að grunnþarfir almennra borgara séu uppfylltar á svæðum undir þeirra stjórn.
Pierre Krähenbühl, framkvæmdastjóri ICRC er harðorður um ástandið og segir: „Stríð í dag eru að verða að grafreit mannúðar, þar sem virðing fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum er grafin með þeim sem þau eiga að vernda. Við horfum upp á normaliseringu á hinu óásættanlega. Ef það sem við erum vitni að á Gaza, sem er holdgervingur helvítis, er hernaður framtíðar, eru grunngildi mannúðar í hættu."
Rauði krossinn á Íslandi tekur undir orð Pierre Krähenbühl og krefst tafarlausra aðgerða til að koma í veg fyrir frekara mannfall og hörmungar á Gaza. Við minnum á að mannúðaraðstoð er ekki val. Það er lagaleg og siðferðislg skylda allra aðila sem eiga hlut að vopnuðum átökum að standa vörð um greiðan aðgang mannúðaraðstoðar. Bráðra aðgerða er þörf strax til að vernda líf þeirra sem á þurfa að halda.
Frétt frá ICRC: Israel and the occupied territories: After two months of aid blockage, humanitarian response in Gaza on verge of total collapse
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Hvert og eitt okkar getur skipt sköpum í lífi annarra
Innanlandsstarf 05. desember 2025„Að vera sjálfboðaliði hefur gefið mér tilgang,“ segir Viktoria Weinikke, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. „Það hefur gefið mér samfélag og dýpri tilfinningu fyrir því að tilheyra á Íslandi.“ Hún er frá Úkraínu og hefur verið á Íslandi í að verða tvö ár.
Sjálfboðaliðastörfin hafa víkkað sjóndeildarhringinn
Innanlandsstarf 02. desember 2025Þrátt fyrir ungan aldur hefur Salvör Ísberg verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í átta ár. Og nú samhliða doktorsnámi og starfi hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Fyrstu Fánaberar Rauða krossins komu saman á Bessastöðum
Almennar fréttir 01. desember 2025Níu framtakssamir og hugmyndaríkir einstaklingar úr íslensku viðskipta- og menningarlífi hafa verið sérvaldir til að taka þátt í nýju fjáröflunarverkefni Rauða krossins. Þau munu næsta árið nota „ofurkrafta sína í þágu mannúðar,“ líkt og Halla Tómasdóttir forseti Íslands sagði við hópinn á viðburði á Bessastöðum.