Alþjóðastarf
Starfsmenn Alþjóðaráðs Rauða krossins drepnir á Gaza
25. maí 2025
„Dauði Ibrahims og Ahmad, félaga okkar hjá Alþjóðaráði Rauða krossins, er hryggileg áminning um hversu grafalvarleg staða almennra borgara er,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. „Á Gaza er enginn staður öruggur.“

„Við erum miður okkar vegna dauða tveggja kærra kollega, Ibrahim Eid og Ahmad Abu Hilal, sem drepnir voru í árás á heimili þeirra í Khan Younis 24. maí,“ segir í yfirlýsingu Alþjóðaráðs Rauða krossins. Báðir voru þeir starfsmenn Alþjóðaráðsins á Gaza.
Ibrahim fór fyrir teymi Alþjóðaráðsins er fæst við að lágmarka skaða af jarðsprengjum og öðrum virkum vopnum sem skilin eru eftir á átakasvæðum. Ahmad var öryggisvörður á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. Rauði krossinn á Íslandi er í hópi þrettán landsfélaga sem koma að rekstri sjúkrahússins og hafa fjórir íslenskir sendifulltrúar sinnt þar störfum.
Rauði krossinn á Íslandi vottar fjölskyldum þeirra, vinum og samstarfsfólki sína dýpstu samúð. Missir þeirra skilur eftir sig djúpt sár í hjörtum okkar.
Enginn er öruggur
Dráp á almennum borgurum og mannúðarstarfsfólki á Gaza eru með öllu óásættanleg. Alþjóðaráð Rauða krossins ítrekar brýnt ákall sitt um vopnahlé og að alþjóðleg mannúðarlög, sem kveða á um vernd almennra borgara, heilbrigðis- og hjálparstarfsfólks, séu virt.
„Við höfum gríðarlegar áhyggjur af ástandinu á Gaza,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. „Dauði Ibrahims og Ahmad, félaga okkar hjá Alþjóðaráði Rauða krossins, er hryggileg áminning um hversu grafalvarleg staða almennra borgara er. Á Gaza er enginn staður öruggur.“

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Gátu flutt hjálpargögn til Sweida
Alþjóðastarf 30. júlí 2025Alþjóðaráð Rauða krossins fór ásamt sýrlenska Rauða hálfmánanum í sendiferð til Sweida í suðurhluta Sýrlands með nauðsynleg hjálpargögn og til að meta þarfir íbúanna á svæðinu fyrir frekari aðstoð. Fjölmargt fólk frá Sweida og nágrenni býr á Íslandi.

Palestínskur ljósmyndari hlaut mannúðarverðlaun Visa d’Or
Alþjóðastarf 29. júlí 2025Myndaröð Saher Alghorra um daglegar raunir og þjáningar íbúa Gaza er að mati forseta samtakanna Fréttamanna án landamæra „eins og högg í magann – kraftmikil og harmræn í senn“.

Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum
Innanlandsstarf 23. júlí 2025„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.