Innanlandsstarf
Um 13 milljónum úthlutað til þessa
26. janúar 2024
Úthlutunarnefnd hefur nú úthlutað rétt tæplega 13 milljónum króna úr neyðarsöfnun Rauða krossins til 144 fjölskyldna frá Grindavík. Úthlutunin heldur áfram þar til allt það fé sem safnast er komið í hendur Grindvíkinga í neyð.

Úthlutunarnefnd hefur nú úthlutað tæplega 13 milljónum króna af því fé sem Rauði krossinn á Íslandi hefur safnað í yfirstandandi neyðarsöfnun. Úthlutun er enn í fullum gangi og Grindvíkingar geta sótt um fjárhagsaðstoð í gegnum Þjónustumiðstöðina í Tollhúsinu á Tryggvagötu.
Rauði krossinn hefur getað styrkt 144 grindvískar fjölskyldur til þessa með þessu fé, en söfnunin og úthlutunin stendur enn yfir, svo enn fleiri Grindvíkingar fá stuðning.
Söfnunin hefur gengið gríðarlega vel og tæplega 30 milljónir króna hafa safnast. Íslenska þjóðin og fólk um allan heim hefur stutt söfnunina og árangurinn sýnir hve margir vilja leggja Grindvíkingum lið á þessum erfiðu tímum. Söfnuninni er ætlað að létta undir með Grindvíkingum nú þegar þeir standi frammi fyrir alls kyns fjárhagslegum áskorunum, til viðbótar við þá grimmu staðreynd að mega ekki fara heim til sín. Við viljum þakka almenningi fyrir þessar öflugu viðtökur.
Allt fé sem rennur í söfnunina fer beint í úthlutun, að undanskildum lágmarks kostnaði við söfnunina og úthlutunina sjálfa. Um 99% af því fé sem hefur safnast fer því beint til Grindvíkinga.
Víðtæk neyðaraðstoð frá fyrsta degi
Auk söfnunarinnar hefur Rauði krossinn tekið þátt í rýmingum bæjarins, opnað fjöldahjálparstöðvar til að taka á móti fólki sem hafði engan samastað og veitt sálrænan stuðning, bæði í Þjónustumiðstöðinni á Tryggvagötu og í gegnum Hjálparlínuna 1717 og Netspjallið 1717.is. Rauði krossinn sér einnig um rekstur Þjónustumiðstöðvarinnar, ásamt Almannavörnum og Grindavíkurbæ.
Svona getur þú styrkt söfnunina:
👉https://www.raudikrossinn.is/styrkja/stakur-styrkur/
👉SMS: Senda HJALP í símanúmerið 1900 (2.900 kr.) (Síminn og Nova)
👉Hringja í 904-2500 til að styrkja um 2.500 kr.
👉Aur/Kass: @raudikrossinn
👉Söfnunarreikningur Rauða krossins: 0342-26-12, kt. 530269-2649
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Góð tilfinning að geta aðstoðað fólk í erfiðum aðstæðum
Innanlandsstarf 23. júlí 2025„Í þau skipti sem ég hef smeygt mér í Rauða kross peysuna og farið af stað í útköll þá finn ég mjög sterkt hvað það gefur mér mikið,“ segir Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Hún er sjálfboðaliði í fjöldahjálp og í viðbragðshópi.

Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.

Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“