Viðnámsþróttur Suðurnesja
            Verkefnið Viðnámsþróttur Suðurnesja var sett af stað í maí 2024 með stuðningi frá fyrirtækinu Rio Tinto. Markmið verkefnisins er tvíþætt: Að efla viðnámsþrótt Grindvíkinga og hins vegar að styrkja samfélagið á Suðurnesjum. Lögð er áhersla á að byggja upp seiglu einstaklinga, efla samveru fullorðinna jafnt sem barna og styðja fólk til að byggja sig upp eftir erfiða reynslu.
Nokkur verkefni eru nú í gangi undir merkjum Viðnámsþróttar Suðurnesja.
Með þér 
Verkefnið Með þér er heildstætt stuðnings- og valdeflingarverkefni sem Rauði krossinn vinnur að í samstarfi við KVAN og í virku samráði við Grindavíkurbæ. Markmiðið er að styðja einstaklinga frá Grindavík – hvar sem þeir búa í dag – til að efla seiglu, sjálfstraust og hæfni til að takast á við breytingar og óvissu eftir náttúruhamfarirnar. 
Áherslan er á þátttöku og samvinnu – með þér, ekki fyrir þig.
Verkefnið Með þér er hjarta sjálfstyrkingarátaksins er lögð áhersla á að Grindvíkingar taki virkan þátt í mótun og framkvæmd úrræða sem henta þeirra raunverulegu þörfum. Hér er gert ráð fyrir úrræðum sem henta börnum, ungmennum, fullorðnum – þar á meðal fjölskyldum með börn – og eldri borgurum.
Í boði eru fjölbreytt námskeið, vinnustofur og viðburðir sem miða að því að efla persónulegan styrk, seiglu og sjálfstraust. Námskeiðin eru kennd nú á haustönn fram að jólum og síðan aftur eftir áramót og fram í júlí.
HAM-námskeið
Til að styðja við andlega seiglu býður Rauði krossinn einnig upp á rafrænt HAM-námskeið í samstarfi við Framvegis. Námskeiðið byggir á hugrænni atferlismeðferð og stendur yfir í átta vikur. Það fer fram í gegnum Teams svo allir geti tekið þátt, óháð búsetu. Þátttakendur læra aðferðir til að vinna með kvíða, streitu og depurð og að efla daglega vellíðan og sjálfstyrk. Námskeiðið er kennt nú í haust á íslensku og ensku og verður kennt aftur á vormisseri á pólsku og íslensku. 
Skráning hér
Fram á við 
Fyrir ungt fólk á aldrinum 16–25 ára býður Rauði krossinn í samstarfi við Litlu kvíðameðferðarstöðina upp á sérsniðin námskeið undir heitinu Fram á við. Markmiðið er að efla sjálfsmynd, seiglu og félagsfærni. 
Þar á meðal eru námskeiðin HAM-fræðsla, Hættu að fresta og Vertu þú! sem öll miða að því að styrkja trú ungs fólks á eigin getu og efla hæfni þess til að takast á við áskoranir daglegs lífs.
Skráning hér
Skyndihjálp og samvera 
Þessu til viðbótar verða kynnt síðar skyndihjálparnámskeið Rauða krossins á Íslandi fyrir ungt fólk á aldrinum 16–25 ára, þeim að kostnaðarlausu. 
Rauði krossinn heldur áfram að styðja samveru Grindvíkinga í Rauða kross húsinu í Reykjanesbæ á mánudögum milli kl. 14:00–16:00. Samvera grunnskólabarna frá Grindavík verður einnig styrkt áfram með fjölbreyttum hætti, meðal annars með ferðum á Úlfljótsvatn, í Vaglaskóg og öðrum uppbyggilegum viðburðum og afþreyingu.
Net stuðnings 
Öll þessi verkefni – Með þér, HAM-námskeiðið, Fram á við, skyndihjálparnámskeiðin og fleiri, mynda sameinað net stuðnings og valdeflingar sem nær til fólks á mismunandi aldri og lífsskeiði. 
Þau miða að því að efla einstaklinginn fyrst og fremst því sterkari einstaklingar skapa sterkari samfélög.
Rauði krossinn heldur áfram að standa með þér – með Grindvíkingum og með samfélaginu á Suðurnesjum – til að byggja upp seiglu, öryggi og hæfni.
        Þetta verkefni er styrkt af Rio Tinto
Efling viðnámsþróttar
Markmiðið er að bæta viðnámsþrótt fólksins á Suðurnesjum og verður verkefnið unnið í nánu samstarfi við þá sem eiga mestra hagsmuna að gæta.