Verðskrá fyrir sund- og baðstaði
Fjöldi þátttakanda:
*Gert er ráð fyrir 12 þátttakendum á Endurmenntunarnámskeiðum. Hægt er að bæta við allt að 4 aukaþátttakendum á námskeiðin, að hámarki 16 þátttakendum. Þetta er þó háð samþykki leiðbeinanda fyrirfram. Auka 16.500 kr. gjald bætist við fyrir hvern þátttakanda umfram 12.
Dæmi: Endurmenntun fyrir 15 þátttakendur: 183.000 kr. + 16.500 kr. x 3 aukaþátttakendur = 232.500 kr.
Farið er eftir viðurkenndum gæðaviðmiðum Rauða krossins í fjölda þátttakenda á leiðbeinenda. Hlutverk og ábyrgð leiðbeinenda gagnvart þátttakendum er að tryggja öryggi, velferð og líðan þeirra á meðan á námskeiðinu stendur yfir.
Greiðsluskilmálar eru eftirfarandi:
Reikningur er sendur á kaupanda námskeiðs eftir að námskeið hefur verið haldið. Reikningar eru sendir eftir hvert námskeið eða mánaðarlega, eftir því hvað á við hverju sinni.
Hætti kaupandi við námskeið af einhverjum orsökum skal afpöntun berast eigi síðar en með þriggja virka daga fyrirvara. Berist afbókun með minni fyrirvara skal námskeiðiskaupandi greiða 50% af námskeiðsgjaldi.
Berist afpöntun með styttri fyrirvara en sólarhring ber námskeiðskaupanda að greiða námskeið að fullu.
Allur aðkeyptur kostnaður við námskeiðahald eins og gisting, leiga á sundlaug og sal fyrir kennslu er fyrir utan verðskrá og greiðist af námskeiðiskaupanda.
Akstursgjald leiðbeinanda:
Ef leiðbeinandi þarf að ferðast er greitt kílómetragjald fyrir ekna vegalengd, samkvæmt gildandi reglum um akstursgjald ríkisstarfsmanna. Frá 1. október 2025 er kílómetragjaldið 144 kr.
Staðnámskeið
Verðskrá fyrir einstaka þátttakendur á námskeið haldin af Rauða krossinum (staðnámskeið)
*Endurupptaka hæfnismats: Á við um einstakling sem þarf að endurtaka hæfnismat eða hluta þess og fær að mæta bara í hæfnismat á staðarnámskeiði í Öryggi og björgun.
Frekari upplýsingar og dagsetningar námskeiða er að finna á heimasíðu Rauða krossins HÉR.
Hætti kaupandi við bókun af einhverjum orsökum skal afpöntun berast eigi síðar en með þriggja virka daga fyrirvara.
Rauði krossinn getur aflýst námskeiði með a.m.k. tveggja daga fyrirvara vegna dræmrar þátttöku.